Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 14:00 Sædís Rún Heiðarsdóttir er heil heilsu og klár í slaginn við Pólverja. Getty/Gerrit van Cologne Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. Ísland og Pólland mætast á Kópavogsvelli klukkan 16:45 á morgun, í fyrsta leik í undankeppni EM 2025 í Sviss. Sædís er eini náttúrulegi vinstri bakvörður íslenska liðsins og hún var að vanda í hópnum sem að Þorsteinn Halldórsson tilkynnti um val á 22. mars. Viku síðar var nafn hennar hins vegar tekið út og ástæðan sögð meiðsli, en þar virðast vinnuveitendur Sædísar hjá Vålerenga í Noregi hafa hlaupið á sig. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það, en eftir myndatöku hér heima þá kom í ljós að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Gáfu sér að hún væri með sprungu í beini „Þetta var byggt á upplýsingum að utan. Hún fékk ekki bestu myndgreininguna þar og þeir gáfu sér þar að hún væri með sprungu í beini. Eftir myndatöku hér heima er ljóst að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn og undirstrikaði að Sædís gæti spilað gegn Póllandi á Kópavogsvelli á morgun, og gegn Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. „Við höfum svo sem ekki verið með margar örvfættar í hópnum undanfarið. Sædís kom inn í þetta í haust og hefur staðið sig vel, svo hún er til taks á morgun. Það eru allar heilar, allar til taks, svo að ég hef úr 24 leikmönnum að velja á morgun,“ sagði Þorsteinn. Sædís, sem er aðeins 19 ára, stimplaði sig inn í landsliðið síðasta haust og hefur síðan þá spilað sjö A-landsleiki, eftir að hafa spilað 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Ísland og Pólland mætast á Kópavogsvelli klukkan 16:45 á morgun, í fyrsta leik í undankeppni EM 2025 í Sviss. Sædís er eini náttúrulegi vinstri bakvörður íslenska liðsins og hún var að vanda í hópnum sem að Þorsteinn Halldórsson tilkynnti um val á 22. mars. Viku síðar var nafn hennar hins vegar tekið út og ástæðan sögð meiðsli, en þar virðast vinnuveitendur Sædísar hjá Vålerenga í Noregi hafa hlaupið á sig. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það, en eftir myndatöku hér heima þá kom í ljós að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Gáfu sér að hún væri með sprungu í beini „Þetta var byggt á upplýsingum að utan. Hún fékk ekki bestu myndgreininguna þar og þeir gáfu sér þar að hún væri með sprungu í beini. Eftir myndatöku hér heima er ljóst að það er ekkert að henni,“ sagði Þorsteinn og undirstrikaði að Sædís gæti spilað gegn Póllandi á Kópavogsvelli á morgun, og gegn Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. „Við höfum svo sem ekki verið með margar örvfættar í hópnum undanfarið. Sædís kom inn í þetta í haust og hefur staðið sig vel, svo hún er til taks á morgun. Það eru allar heilar, allar til taks, svo að ég hef úr 24 leikmönnum að velja á morgun,“ sagði Þorsteinn. Sædís, sem er aðeins 19 ára, stimplaði sig inn í landsliðið síðasta haust og hefur síðan þá spilað sjö A-landsleiki, eftir að hafa spilað 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Sjá meira