Einn besti framherji heims í Kópavogi í dag: „Þeirra langbesti leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er algjör markamaskína eins og hún hefur sýnt í búningi Póllands og Wolfsburg. EPA-EFE/Marcin Gadomski Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar nýja undankeppni fyrir EM á Kópavogsvelli í dag, með leik við Pólland. Í pólska liðinu er markadrottningin Ewa Pajor langþekktasta nafnið. Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn