Gylfi á blaðamannafundi í dag: „Núna er alvaran að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson varð að sætta sig við tap gegn ÍA, í fyrsta leik sínum eftir komuna heim til Íslands, í undanúrslitum Lengjubikarsins í vor. Liðin mætast í Bestu deildinni á sunnudag. vísir/Hulda Margrét Valsmenn boðuðu til blaðamannafundar á Hlíðarenda í dag, vegna upphafs Bestu deildar karla í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu og á honum sátu fulltrúar Vals og ÍA fyrir svörum. Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024 Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Ljóst er að mikil eftirvænting ríkir vegna upphafs Íslandsmótsins og ekki síst vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni. Hann verður í sviðsljósinu á sunnudagskvöld þegar Valur mætir ÍA í fyrstu umferð, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og verður myndavél á Gylfa allan tímann. Gylfi sat fyrir svörum á fundinum í dag ásamt Arnari Grétarssyni þjálfara Vals, Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA og Arnóri Smárasyni leikmanni ÍA, sem áður lék með Val. „Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ sagði Gylfi á fundinum í dag. Hann hefur spilað með Val í undanúrslitum Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ, en nú er komið að upphafi Íslandsmótsins. „Loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Það er það sem við viljium gera, spila fyrir þrjú stig og með meira undir en í síðustu leikjum. Núna er alvaran að byrja og auðvitað breytist undirbúningurinn hjá manni fyrir leiki. Þú ert meira að hugsa um að vera í toppstandi á leikdag núna. Ég er mjög spenntur og þetta verður hörkudeild. Liðin eru búin að styrkja sig og það eru betri hópar hjá flestum liðum. Ungir, spennandi leikmenn og líka leikmenn að koma heim. Ég held að deildin sé á frábærum stað,“ sagði Gylfi sem sagði það vera í höndum þjálfarans Arnars Grétarssonar hve mikið hann myndi spila á sunnudaginn. Sjálfur vildi hann spila sem mest, eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Beina útsendingu Valsmanna frá Hlíðarenda mátti sjá hér að neðan: Valsmenn ætla greinilega að byrja fótboltasumarið af krafti og bjóða í alvöru Fan Zone að Hlíðarenda á sunnudaginn. Þeir Gústi B. og Prettyboitjokko verða á svæðinu, umræður í pallborði og þjálfarar Vals og ÍA fara yfir byrjunarliðin sín, ásamt fleiru. pic.twitter.com/baIlz3TXe3— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 4, 2024
Besta deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Stúkan hitar upp í kvöld | Gylfa-myndavél á sunnudag Fótboltasumarið er handan við hornið og Stúkan er í loftinu í kvöld með sinn árlega upphitunarþátt. 2. apríl 2024 14:01