„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 11:22 Davíð er ekki mikið í að láta raunveruleikann trufla sig þegar hann bregður pennanum á loft í Morgunblaði sínu. Guðjón hefur aldrei heyrt þennan titil áður nefndan á bók sína. vísir/samsett Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira