„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 11:22 Davíð er ekki mikið í að láta raunveruleikann trufla sig þegar hann bregður pennanum á loft í Morgunblaði sínu. Guðjón hefur aldrei heyrt þennan titil áður nefndan á bók sína. vísir/samsett Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Davíð er vitaskuld áhugasamur um komandi forsetakosningar en hann gaf sjálfur kost á sér í slíkar 2016 en reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign við Guðna Jóhannesson og fleiri forsetaefni. Davíð rifjar upp bókaskrif Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta, sem komu út í bók sem bar heitið „Saga af forseta“ og segir meðal annars: „Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar.“ Þetta segir Guðjón vera algjörlega úr lausu lofti gripið og hann furðar sig á þessum skrifum Davíðs um tæplega 16 ára gamla bók. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins upplýsir í leiðara í dag að bókin um Ólaf Ragnar hafi átt að bera titilinn Útrásarforsetinn. Vissulega góður titill en því miður virðist Davíð hafa dreymt hann því Guðjón Friðriksson höfundur bókarinnar var að heyra hann fyrst í morgun.Vísir/vilhelm „Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni. Guðjón heldur áfram að rekja furðuskrif Davíðs, að þegar hrunið varð hafi hann, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. „Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Guðjón forviða. „Aldrei hefði hvarflað að mér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn kom aldrei upp mér vitanlega – fyrr en núna. Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bókaútgáfa Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira