Messenger gerir fjölmarga gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 14:01 Eins og fjölmargir aðrir hefur Arnar Eggert lent í brasi með Messenger, sem er fyrir löngu orðinn gersamlega ómissandi í samskiptum fólks. vísir/samsett Arnar Eggert Thoroddson, sem er með doktorspróf í rokki og dægurmenningu, hefur eins og svo margir lent í basli með Messenger-forritið að undanförnu. Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“ Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira