Fótboltamanninum Halldóri Smára Sigurðssyni er margt til lista lagt. Hann gafst upp á lögfræðistarfinu eftir sex ár af skrifstofuvinnu og íhugar næstu skref utan fótboltavallarins. Hver sem þau verða munu þau að líkindum hafa með listsköpun að gera. Halldór Smári verður 36 ára gamall í október en hefur líklega aldrei spilað eins vel á sínum fótboltaferli og síðustu misseri. Hann er leikmaður Víkings sem er handhafi þriggja af þeim fjórum titlum sem í boði eru í karlafótbolta hérlendis en leiddi liðið þó ekki út á völlinn er það hóf leik í Bestu deildinni gegn Stjörnunni í gær. „Það er óhætt að segja að það hafi verið smá vesen á kallinum í leiknum á móti Val,“ segir Halldór léttur. Honum var vísað af velli með rautt spjald í Meistarakeppni KSÍ síðasta mánudag og var af þeim sökum í banni í gær. Það voru læti eftir tæklingu Halldórs sem hann fékk fyrir sitt seinna gula spjald.Vísir/Hulda Margrét „Að vera í stúkunni er hundrað sinnum verra. Að geta ekki haft áhrif er vond tilfinning,“ segir Halldór sem er vanari því að vera innan vallarins heldur en að horfa á sitt lið. Enda er hann leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 400 KSÍ leiki. Ekki grófir en fastir fyrir Halldór fékk þetta rauða spjald á mánudaginn var og þá var markmannsþjálfaranum Hajrudin Cardaklija vísað upp í stúku fyrir mótmæli í kjölfarið. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson fékk svo gult spjald. Samkvæmt könnun sem ÍTF bar undir leikmenn í deildinni þykja Víkingar grófasta lið deildarinnar. „Ég veit ekki alveg hverju það ætti að byggja á,“ segir Halldór. „Ég eiginlega bara fagna því. Þetta er ágætisstimpill að hafa á okkur. Við erum ekki dirty, myndi ég segja, en erum fastir fyrir.“ En eru Víkingar hræddir við að með þessum stimpli verði dómarar meðvitaðri og spjaldi þá í ríkari mæli í sumar? „Við vorum eitthvað aðeins að ræða þetta. Það gæti verið að menn taki okkur fastari tökum. Ég er hræddur um að það gæti verið.“ Yngri menn þekkja ekki fortíðina Víkingar eiga titil að verja en þeim tókst ekki að verja síðasta meistaratitil þar sem Blikar unnu deildina árið 2022. „Við höfum prófað einu sinni áður að verja titil. Það gekk ekki sem skildi, en við unnum bikarinn og náðum langt í Evrópu. Svo það tímabil var nú ekki svo slæmt. Það er klárlega öðruvísi að verja hann og ég held að það sé mikilvægt að implementara það í menn strax að við erum ekki að fara að verja neitt heldur bara sækja,“ segir Halldór. Að vinna bikar eða Íslandsmeistaratitil á hverju ári er ekki eitthvað sem Halldór fékk að venjast framan af löngum ferli sínum með Víkingi. Hann er á leið inn í sína sextándu leiktíð sem fastamaður í liðinu en lengst af lék hann með félaginu í næst efstu deild og þá féllu Víkingar gjarnan fljótlega niður aftur í þau skipti sem liðið spilaði á meðal þeirra bestu. „Seinni hlutinn hefur verið svakalegur og eitthvað sem ég bjóst ekki við fyrri hlutann af þessu. Núna vonar maður að maður haldist sem lengt í þessu, það er ekki hægt að hætta þegar þetta gengur svona,“ Þeir yngri í Víkingsliðinu eru góðu vanir og hafa ekki séð raunir á við þær sem Halldór upplifði í næst efstu deild.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum næstum fallnir í aðra deild 2009, vorum í tíunda sæti í fyrstu deild. Ef einhver hefði sagt mér þá að þetta yrði staðan hefði ég aldrei trúað því. Þetta er búið að vera lyginni líkast,“ „Maður reynir að koma þessum skilaboðum líka til hópsins, sérstaklega til þeirra sem hafa bara verið hérna eftir að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] kom, að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Það er bara korter síðan þetta var alls ekki svona og getur hæglega farið aftur til baka,“ segir Halldór. Gafst upp á lögfræðinni Halldór segist ávallt hafa nóg fyrir stafni og haft mikið að gera meðfram boltanum allan sinn feril. Þannig kunni hann best við sig. „Ég hef alltaf verið að gera nóg með fótboltanum, síðan ég man eftir mér. Það var háskólanám fyrst, ég kláraði masterinn í lögfræðinni og fór svo beint að vinna sem lögfræðingur eftir það. Ég var að vinna í sex ár sem lögfræðingur, frá átta til fjögur, og kom svo beint hingað. Guðna Bergs leiðin,“ segir Halldór. Halldór Smári fór sömu leið og frændi sinn Guðni Bergsson en áttaði sig svo á því að lögfræðin átti ekki við hann.Vísir/Anton Brink „Það hefur yfirleitt hentað mér best að hafa nóg að gera. Árið 2021 þegar við unnum tvennuna, var ég að vinna átta til fjögur og strákurinn minn kemur í heiminn þá og svo í boltanum. Það var alveg bilað, ég hljóp hérna inn og hljóp út og það hentaði mér mjög vel. Ég held ég hafi aldrei spilað jafn vel og þá,“ segir Halldór sem gafst svo upp á skrifstofuvinnunni. „Núna er ég hættur í lögfærðinni. Mér fannst það ekki eiga nógu vel við mig. Síðasta árið hef ég verið að finna út úr því hvað ég vil gera og verið í boltanum. Ég hef haft nægan tíma fyrir mig á daginn, sem hefur verið mjög næs,“ segir Halldór sem hefur tekið námskeið í grafískri hönnun síðustu mánuði. Hefur gaman af því að skapa Slíkt heillar Halldór en hann hannaði til að mynda heimatreyju Víkinga í sumar sem hefur vakið töluverða athygli, enda töluvert öðruvísi en Víkingar hafa vanist síðustu ár. Halldór fékk frænda sinn, Berg Guðnason, son Guðna Bergssonar með sér í lið við hönnunina. Bergur hefur starfað fyrir 66 Norður síðustu ár við góðan orðstír. Rætt var við Berg á Vísi í gær. Nýja Víkingstreyjan þykir vel lukkuð, þó eldri kynslóðin sakni rauða litsins sem gjarnan er meira áberandi.Mynd/Víkingur „Jú, Bergur Guðna. Mæður okkar eru systur. Hann er hönnuður hjá 66 Norður og hefur gert gríðarlega góða hluti þar. Þegar ég náði að væla mig inn á að hanna treyjuna fyrir fjórum árum þá tók ég hann með mér, mér fannst það þægilegra, hann vissi inn og út hvað þetta gekk út á,“ „Við gerðum þetta saman og aftur núna með nýju treyjuna og við erum í skýjunum með hana,“ segir Halldór en hellings vinna fór í hönnunarvinnuna. Sú vinna hófst í janúar og þeir félagar fóru út til Bologna í höfuðstöðvar Macron til að ganga frá treyjumálunum. Innan vallarins er Halldór frekar þekktur fyrir að brjóta aftur sóknir andstæðinganna en að skapa hluti hinu megin á vellinum. Sköpunargleðin er hins vegar rík utan vallar. „Mig langar gríðarlega að fara í þessa átt, hvort sem það er grafísk hönnun eða annað,“ „Mér þykir hrikalega skemmtilegt að búa til. Það sat mest í manni með lögfræðina, þau verkefni sem maður sinnti þar, ég sat kannski á rassinum í átta tíma á dag að vinna en það sat ekkert eftir í lok dags. Þú sást ekkert byggjast upp, eins og með treyjuna sem dæmi, þú ert alltaf að sjá eitthvað gerast. Þetta er alltaf að verða betra og betra og eitthvað í gangi. Ég er hrikalega hrifinn af því að sjá bætingar og framfarir í því sem ég geri og hönnunin gerir því kleift,“ „Ef einhver önnur lið vilja fara sömu leið og við og hanna treyju þá skal ég glaður hjálpa til,“ segir Halldór. Alltaf jafn stressandi að fara í treyjuna Halldór kveðst finna fyrir pressu komandi inn í nýja leiktíð. Með árangri síðustu ára aukast kröfurnar eðlilega í Fossvoginum en þær kröfur segir Halldór frekar koma innan frá en að utan. „Maður finnur það klárlega. Ég held að sú pressa komi bara fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Standardinn er orðinn það hár í Víkinni að það kemur ekkert annað til greina í hugum manna en árangur,“ segir Halldór en fylgir slíkri pressu ekki stress eða kvíði? Halldór fagnar bikartitlinum 2019 með þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen. Síðustu ár hafa verið lyginni líkust á miðað við það sem Halldór hafði fengið að venjast í Fossvoginum.Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf stress og kvíði, svo ég tali fyrir sjálfan mig, að klæðast Víkingstreyjunni. Það er sama hvort það var árið 2010 í 1. deild eða núna. Það er alltaf eins. Auðvitað með stærð leikja eykst stressið og kvíðinn en það er eitthvað sem maður þarf að takast á við,“ segir Halldór. Ertu kvíðakall? „Ég er það. Ég er performans kvíðakall og hef alltaf verið. Bara frá á Shell-mótinu, ég gat ekki byrjað leiki inni á, ég var svo stressaður fyrir þessu. Hvort sem það eru fótbolti eða halda fyrirlestur þá er eitthvað sem triggerar mig. Ég er búinn að læra vel inn á þetta og get lifað með þessu,“ „Fólk þarf í rauninni bara að finna það sem hentar hverjum og einum. Þetta er trial and error líka. Þú prófar og ef það virkar ekki prófaru eitthvað annað. Ég er bara kominn í ákveðna rútínu með þetta og er nokkuð góður,“ segir Halldór Smári að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Halldór Smári verður 36 ára gamall í október en hefur líklega aldrei spilað eins vel á sínum fótboltaferli og síðustu misseri. Hann er leikmaður Víkings sem er handhafi þriggja af þeim fjórum titlum sem í boði eru í karlafótbolta hérlendis en leiddi liðið þó ekki út á völlinn er það hóf leik í Bestu deildinni gegn Stjörnunni í gær. „Það er óhætt að segja að það hafi verið smá vesen á kallinum í leiknum á móti Val,“ segir Halldór léttur. Honum var vísað af velli með rautt spjald í Meistarakeppni KSÍ síðasta mánudag og var af þeim sökum í banni í gær. Það voru læti eftir tæklingu Halldórs sem hann fékk fyrir sitt seinna gula spjald.Vísir/Hulda Margrét „Að vera í stúkunni er hundrað sinnum verra. Að geta ekki haft áhrif er vond tilfinning,“ segir Halldór sem er vanari því að vera innan vallarins heldur en að horfa á sitt lið. Enda er hann leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 400 KSÍ leiki. Ekki grófir en fastir fyrir Halldór fékk þetta rauða spjald á mánudaginn var og þá var markmannsþjálfaranum Hajrudin Cardaklija vísað upp í stúku fyrir mótmæli í kjölfarið. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson fékk svo gult spjald. Samkvæmt könnun sem ÍTF bar undir leikmenn í deildinni þykja Víkingar grófasta lið deildarinnar. „Ég veit ekki alveg hverju það ætti að byggja á,“ segir Halldór. „Ég eiginlega bara fagna því. Þetta er ágætisstimpill að hafa á okkur. Við erum ekki dirty, myndi ég segja, en erum fastir fyrir.“ En eru Víkingar hræddir við að með þessum stimpli verði dómarar meðvitaðri og spjaldi þá í ríkari mæli í sumar? „Við vorum eitthvað aðeins að ræða þetta. Það gæti verið að menn taki okkur fastari tökum. Ég er hræddur um að það gæti verið.“ Yngri menn þekkja ekki fortíðina Víkingar eiga titil að verja en þeim tókst ekki að verja síðasta meistaratitil þar sem Blikar unnu deildina árið 2022. „Við höfum prófað einu sinni áður að verja titil. Það gekk ekki sem skildi, en við unnum bikarinn og náðum langt í Evrópu. Svo það tímabil var nú ekki svo slæmt. Það er klárlega öðruvísi að verja hann og ég held að það sé mikilvægt að implementara það í menn strax að við erum ekki að fara að verja neitt heldur bara sækja,“ segir Halldór. Að vinna bikar eða Íslandsmeistaratitil á hverju ári er ekki eitthvað sem Halldór fékk að venjast framan af löngum ferli sínum með Víkingi. Hann er á leið inn í sína sextándu leiktíð sem fastamaður í liðinu en lengst af lék hann með félaginu í næst efstu deild og þá féllu Víkingar gjarnan fljótlega niður aftur í þau skipti sem liðið spilaði á meðal þeirra bestu. „Seinni hlutinn hefur verið svakalegur og eitthvað sem ég bjóst ekki við fyrri hlutann af þessu. Núna vonar maður að maður haldist sem lengt í þessu, það er ekki hægt að hætta þegar þetta gengur svona,“ Þeir yngri í Víkingsliðinu eru góðu vanir og hafa ekki séð raunir á við þær sem Halldór upplifði í næst efstu deild.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum næstum fallnir í aðra deild 2009, vorum í tíunda sæti í fyrstu deild. Ef einhver hefði sagt mér þá að þetta yrði staðan hefði ég aldrei trúað því. Þetta er búið að vera lyginni líkast,“ „Maður reynir að koma þessum skilaboðum líka til hópsins, sérstaklega til þeirra sem hafa bara verið hérna eftir að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] kom, að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Það er bara korter síðan þetta var alls ekki svona og getur hæglega farið aftur til baka,“ segir Halldór. Gafst upp á lögfræðinni Halldór segist ávallt hafa nóg fyrir stafni og haft mikið að gera meðfram boltanum allan sinn feril. Þannig kunni hann best við sig. „Ég hef alltaf verið að gera nóg með fótboltanum, síðan ég man eftir mér. Það var háskólanám fyrst, ég kláraði masterinn í lögfræðinni og fór svo beint að vinna sem lögfræðingur eftir það. Ég var að vinna í sex ár sem lögfræðingur, frá átta til fjögur, og kom svo beint hingað. Guðna Bergs leiðin,“ segir Halldór. Halldór Smári fór sömu leið og frændi sinn Guðni Bergsson en áttaði sig svo á því að lögfræðin átti ekki við hann.Vísir/Anton Brink „Það hefur yfirleitt hentað mér best að hafa nóg að gera. Árið 2021 þegar við unnum tvennuna, var ég að vinna átta til fjögur og strákurinn minn kemur í heiminn þá og svo í boltanum. Það var alveg bilað, ég hljóp hérna inn og hljóp út og það hentaði mér mjög vel. Ég held ég hafi aldrei spilað jafn vel og þá,“ segir Halldór sem gafst svo upp á skrifstofuvinnunni. „Núna er ég hættur í lögfærðinni. Mér fannst það ekki eiga nógu vel við mig. Síðasta árið hef ég verið að finna út úr því hvað ég vil gera og verið í boltanum. Ég hef haft nægan tíma fyrir mig á daginn, sem hefur verið mjög næs,“ segir Halldór sem hefur tekið námskeið í grafískri hönnun síðustu mánuði. Hefur gaman af því að skapa Slíkt heillar Halldór en hann hannaði til að mynda heimatreyju Víkinga í sumar sem hefur vakið töluverða athygli, enda töluvert öðruvísi en Víkingar hafa vanist síðustu ár. Halldór fékk frænda sinn, Berg Guðnason, son Guðna Bergssonar með sér í lið við hönnunina. Bergur hefur starfað fyrir 66 Norður síðustu ár við góðan orðstír. Rætt var við Berg á Vísi í gær. Nýja Víkingstreyjan þykir vel lukkuð, þó eldri kynslóðin sakni rauða litsins sem gjarnan er meira áberandi.Mynd/Víkingur „Jú, Bergur Guðna. Mæður okkar eru systur. Hann er hönnuður hjá 66 Norður og hefur gert gríðarlega góða hluti þar. Þegar ég náði að væla mig inn á að hanna treyjuna fyrir fjórum árum þá tók ég hann með mér, mér fannst það þægilegra, hann vissi inn og út hvað þetta gekk út á,“ „Við gerðum þetta saman og aftur núna með nýju treyjuna og við erum í skýjunum með hana,“ segir Halldór en hellings vinna fór í hönnunarvinnuna. Sú vinna hófst í janúar og þeir félagar fóru út til Bologna í höfuðstöðvar Macron til að ganga frá treyjumálunum. Innan vallarins er Halldór frekar þekktur fyrir að brjóta aftur sóknir andstæðinganna en að skapa hluti hinu megin á vellinum. Sköpunargleðin er hins vegar rík utan vallar. „Mig langar gríðarlega að fara í þessa átt, hvort sem það er grafísk hönnun eða annað,“ „Mér þykir hrikalega skemmtilegt að búa til. Það sat mest í manni með lögfræðina, þau verkefni sem maður sinnti þar, ég sat kannski á rassinum í átta tíma á dag að vinna en það sat ekkert eftir í lok dags. Þú sást ekkert byggjast upp, eins og með treyjuna sem dæmi, þú ert alltaf að sjá eitthvað gerast. Þetta er alltaf að verða betra og betra og eitthvað í gangi. Ég er hrikalega hrifinn af því að sjá bætingar og framfarir í því sem ég geri og hönnunin gerir því kleift,“ „Ef einhver önnur lið vilja fara sömu leið og við og hanna treyju þá skal ég glaður hjálpa til,“ segir Halldór. Alltaf jafn stressandi að fara í treyjuna Halldór kveðst finna fyrir pressu komandi inn í nýja leiktíð. Með árangri síðustu ára aukast kröfurnar eðlilega í Fossvoginum en þær kröfur segir Halldór frekar koma innan frá en að utan. „Maður finnur það klárlega. Ég held að sú pressa komi bara fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Standardinn er orðinn það hár í Víkinni að það kemur ekkert annað til greina í hugum manna en árangur,“ segir Halldór en fylgir slíkri pressu ekki stress eða kvíði? Halldór fagnar bikartitlinum 2019 með þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen. Síðustu ár hafa verið lyginni líkust á miðað við það sem Halldór hafði fengið að venjast í Fossvoginum.Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf stress og kvíði, svo ég tali fyrir sjálfan mig, að klæðast Víkingstreyjunni. Það er sama hvort það var árið 2010 í 1. deild eða núna. Það er alltaf eins. Auðvitað með stærð leikja eykst stressið og kvíðinn en það er eitthvað sem maður þarf að takast á við,“ segir Halldór. Ertu kvíðakall? „Ég er það. Ég er performans kvíðakall og hef alltaf verið. Bara frá á Shell-mótinu, ég gat ekki byrjað leiki inni á, ég var svo stressaður fyrir þessu. Hvort sem það eru fótbolti eða halda fyrirlestur þá er eitthvað sem triggerar mig. Ég er búinn að læra vel inn á þetta og get lifað með þessu,“ „Fólk þarf í rauninni bara að finna það sem hentar hverjum og einum. Þetta er trial and error líka. Þú prófar og ef það virkar ekki prófaru eitthvað annað. Ég er bara kominn í ákveðna rútínu með þetta og er nokkuð góður,“ segir Halldór Smári að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti