Laun dómara opinberuð: Þeir bestu á Englandi þéna mest en hæstu meðallaunin eru á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 12:16 Anthony Taylor er líklegast einn af best launuðu dómurum ensku deildarinnar en Gabriel Jesus þó töluvert launahærri. Vísir/Getty Dómarar eru oftar en ekki í sviðsljósinu í knattspyrnuheiminum. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir laun dómara í sex stórum deildum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af. Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sjaldan er fjallað um launakjör dómara í knattspyrnu sem þó eru oft mikið í sviðsljósinu vegna ákvarðana sinna. Vefmiðillinn The Athletic hefur birt samantekt yfir launakjör dómara í fimm stærstu deildum Evrópu sem og bandarísku MLS-deildinni. Í samantektinni kemur í ljós að dómarar í spænsku úrvalsdeildinni fá hæstu launin að meðaltali. Fyrir utan greiðslu fyrir sjálfa dómgæsluna fá þeir greiðslu vegna ímyndaréttar og auglýsinga á búningum þeirra. Ever wondered how much a referee earns? La Liga officials are the best paid on average and command image rights Premier League refs have potential to earn highest annual salaries MLS now on par with top European leagues @TBurrows16 and @MLSist— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Dómarar í ensku úrvalsdeildinni fá töluvert lægri laun að meðaltali en kollegar þeirra á Spáni. Þar munar hins vegar miklu á launum einstakra dómara og þeir sem standa sig best og hafa mestu reynsluna eru þeir launahæstu í heimi. Þá er athyglisvert að dómarar á Englandi fá sérstaklega greitt ef þeir dæma rétt í stórum atvikum í leikjum. Árslaun dómara Á Englandi eru tuttugu dómarar sem tilheyra hópnum SG1 (Select Group One) en þeir starfa sem dómarar í fullu starfi og dæma leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar á meðal eru þrír dómarar sem tilheyra UEFA Elite-hópnum sem fá að auki greiðslur fyrir Evrópu- og landsleiki. La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur Þar fyrir neðan eru SG2-hópur sem sér að mestu um leiki í Championship-deildinni og síðan National-hópurinn sem dæma í League One og League Two deildunum. Það þarf þó ekkert að efast um að leikmenn deildanna þéna margfalt meira en dómararnir sem miklu ráða. Kevin De Bruyne og Erling Haaland eru þar í efstu tveimur sætunum og þéna um 70 milljónir króna - á einni viku. Tekjur drýgðar í Mið-Austurlöndum Dómarar á Englandi hafa þó nýtt tækifæri og drýgt tekjurnar á öðrum vettvangi. Mark Clattenburg hætti alfarið dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni árið 2017 og flutti sig yfir til Sádi Arabíu. Í bók sem hann gaf út sagði hann frá því að á Englandi hafi hann þénað tæplega 23 milljónir á ári. Í Sádi Arabíu hafi árslaunin hins vegar verið rúmar 90 milljónir og það skattfrjálst. Þá hefur Michael Oliver tekið að sér einstaka leiki í Sádi Arabíu en í september dæmdi hann leik Sharjah og Al Ain þar í landi. Hluti teymisins í þeim leik dæmdi síðan leik Tottenham og Liverpool í ensku deildinni aðeins tveimur sólarhringum síðar og hlaut mikla gagnrýni fyrir risastór mistök þegar löglegt mark Luis Diaz var dæmt af.
La Liga Lægstu laun: 21.836.749 krónurHæstu laun: 21.836.749 krónur MLS Lægstu laun: 17.366.978 krónurHæstu laun: 22.923.877 krónur Premier League Lægstu laun: 12.985.604 krónurHæstu laun: 25.879.120 krónur Serie A Lægstu laun: 13.523.895 krónurHæstu laun: 13.592.610 krónur Ligue 1 Lægstu laun: 11.724.669 krónurHæstu laun: 11.784.772 krónur Bundesliga Lægstu laun: 9.310.177 krónurHæstu laun: 12.313.574 krónur
Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Þýski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira