Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:53 Sjö tónleikar eru nú uppseldir og hann stefnir á að halda fleiri. Vísir/Samsett Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira