Tap hjá Elvari Má en sigur hjá Tryggva Snæ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 16:47 Tryggvi Snær í leik með liði Bilbao. Vísir/Getty Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason voru í eldlínunni með liðum sínum í spænsku og grísku úrvalsdeildunum í körfuknattleik í dag. Lið PAOK mætti LAVR á útivelli í grísku deildinni í dag en leikurinn er hluti af keppni neðstu sex liða deildarinnar um að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili. PAOK fékk áhugaverðan liðsstyrk á dögunum þegar NBA-leikmaðurinn Kevin Porter Jr. gekk til liðs við félagið og hann spilaði í dag. Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á að vera með forystuna. PAOK leiddi 24-22 eftir fyrsta leikhluta en heimaliðið var fimm stigum yfir í hálfleik, staðan þá 47-42. Munurinn í þriðja leikhluta fór mest í fjórtán stig en í lokafjórðungnum átti PAOK gott áhlaup. Liðið minnkaði muninn í 87-85 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tíminn var of naumur til að jafna metin og heimamenn náðu að bæta við tveimur stigum úr vítum. Lokatölur 89-85. Elvar Már og félagar í PAOK máttu sætta sig við tap í dag.@BASKETBALLCL Elvar Már lék 34 mínútur með PAOK í dag, mest af öllum leikmönnum liðsins. Hann skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Kevin Porter Jr. skoraði 14 stig í leiknum en hitti illa úr sínum skotum. Á Spáni tók lið Tryggva Snæs Hlinasonar Bilbao á móti Gran Canaria í ACB-deildinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Bilbao frumkvæðið og leiddi með þrettán stigum fyrir lokafjórðunginn. Lið Bilbao jók muninn í upphafi fjórða leikhlutans og þrátt fyrir áhlaup gestanna undir lokin sigldi Bilbao nokkuð þægilegum sigri í höfn. Lokatölur 81-71 en Tryggvi Snær lék í rúmar 20 mínútur í leiknum. Hann skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Lið PAOK mætti LAVR á útivelli í grísku deildinni í dag en leikurinn er hluti af keppni neðstu sex liða deildarinnar um að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili. PAOK fékk áhugaverðan liðsstyrk á dögunum þegar NBA-leikmaðurinn Kevin Porter Jr. gekk til liðs við félagið og hann spilaði í dag. Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á að vera með forystuna. PAOK leiddi 24-22 eftir fyrsta leikhluta en heimaliðið var fimm stigum yfir í hálfleik, staðan þá 47-42. Munurinn í þriðja leikhluta fór mest í fjórtán stig en í lokafjórðungnum átti PAOK gott áhlaup. Liðið minnkaði muninn í 87-85 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tíminn var of naumur til að jafna metin og heimamenn náðu að bæta við tveimur stigum úr vítum. Lokatölur 89-85. Elvar Már og félagar í PAOK máttu sætta sig við tap í dag.@BASKETBALLCL Elvar Már lék 34 mínútur með PAOK í dag, mest af öllum leikmönnum liðsins. Hann skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Kevin Porter Jr. skoraði 14 stig í leiknum en hitti illa úr sínum skotum. Á Spáni tók lið Tryggva Snæs Hlinasonar Bilbao á móti Gran Canaria í ACB-deildinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Bilbao frumkvæðið og leiddi með þrettán stigum fyrir lokafjórðunginn. Lið Bilbao jók muninn í upphafi fjórða leikhlutans og þrátt fyrir áhlaup gestanna undir lokin sigldi Bilbao nokkuð þægilegum sigri í höfn. Lokatölur 81-71 en Tryggvi Snær lék í rúmar 20 mínútur í leiknum. Hann skoraði 8 stig og tók 6 fráköst.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira