Stöð 2 Sport
Besta-deildin er loksins farin að rúlla og Stöð 2 Sport býður upp á beinar útsendingar frá tveimur leikjum. KA tekur á móti HK klukkan 12:50 áður en Gylfi Þór Sigurðsson leikur sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni með Valsmönnum gegn ÍA klukkan 19:00.
Klukkan 21:20 er svo komið að Bestu tilþrifunum þar sem leikjum dagsins verða gerð góð skil.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn á heima á Stöð 2 Sport 2 og eru fjóri leikir á dagskrá í dag. Við hefjum leik á viðureign Frosinone og Bologna klukkan 10:20 áður en Monza tekur á móti Napoli klukkan 12:50.
Klukkan 15:50 er svo komið að viðureign Hellas Verona og Genoa þar sem Albert Guðmundsson verður í eldlínunni með gestunum og klukkan 18:35 mætast Juventus og Fiorentina.
Stöð 2 Sport 3
Körfuboltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 3 í dag og klukkan 16:20 hefst bein útsending frá leik Barcelona og Real Madrid í spænsku ACB-deildinni áður en Dallas Mavericks og Houston Rockets eigast við í bandarísku NBA-deildinni klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 4
T-Mobile Match Play á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 22:00 í kvöld.
Stöð 2 Subway-deildin
Subway-deildar rásin verður notuð undir Bestu-deildina í dag þegar Fram tekur á móti Vestra í fyrstu umferð deildarinnar. Klukkan 19:05 er svo komið að viðureign Fylkis og KR.
Vodafone Sport
Boðið verður upp á bland í poka á Vodafone Sport þar sem Rangers tekur á móti Celtic í stórleik skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu klukkan 10:55. Klukkan 15:25 er svo komið að viðureign Peterborough og Wycombe í enska EFL-bikarnum.
NHL-deildin í íshokkí tekur svo við þegar Blackhawks og Wild eigast við klukkan 19:30 áður en Devils og Predators mætast klukkan 23:05.