„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 23:34 Gregg Ryder fer yfir málin. Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“ Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
„Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“
Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira