Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Eygló Fanndal Sturludóttir gerir sig klára fyrir snörun á heimsbikarmótinu í Phuket í gær. IWF/G. Scala Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“ Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“
Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira