Undanúrslitaleikir á næsta heimsmeistaramóti í handbolta karla verða nefnilega spilaðir í sitthvoru landinu og í meira en sextán hundruð kílómetra fjarlægð frá hvorum öðrum.
Norska handboltasambandið sagði frá því í dag að úrslitaleikurinn á HM 2025 fari fram í Osló, nánar til getið í Telenor Arena.
HM fer fram í þremur löndun, Noregi, Danmörku og Króatíu.
Króatíska landsliðið spilar á heimavelli sínum fram í undanúrslit. Þar fara fram tveir riðlar, einn milliriðil, tveir leikir í átta liða úrslitum og annar undanúrslitaleikurinn.
Í Noregi verða spilaðir tveir riðlar, einn milliriðill, tveir leikir í átta úrslitum, undanúrslitaleikur og loks úrslitaleikurinn.
Opnunarleikurinn fer fram í Herning í Danmörku 14. janúar 2025. Danir hýsa tvo riðla og einn milliriðil en þeir verða allir spilaðir í Herning.
Það kemur í ljós í maí hvort íslenska landsliðið komist á HM en liðið mætir Eistland í tveimur umspilsleikjum.