Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 06:49 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni.
Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36
„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent