Blikarnir skoruð eitt mark í hvorum hálfleik en Viktor Karl Einarsson var maðurinn á bak við þau bæði.
Fyrst átti Viktor Karl frábæra stoðsendingu á Jason Daða Svanþórsson sem kom Breiðabliki í 1-0 strax á 14. mínútu.
Seinna markið kom á 77. mínútu en það skoraði varamaðurinn Benjamin Stokke sem hafði komið inn á völlinn sex mínútum fyrr.
Viktor Karl átti þá skot sem fór af varnarmanni og til Stokke sem afgreiddi boltann í markið.
Það má sjá bæði mörkin hér fyrir neðan en þau skila Blikum í efsta sæti deildarinnar.