Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 9. apríl 2024 08:30 Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun