Þorir ekki heim eftir bikinímyndir en gæti komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 07:31 Saman Soltani keppir sennilega á Ólympíuleikunum í sumar, í kajakróðri, en var áður í samhæfðu sundi. Instagram/@samansoltaniii Íranska íþróttakonan Saman Soltani hefur haldið sig frá heimalandi sínu síðustu átján mánuði, eftir að hafa birt myndir af sér í sundfötum á samfélagsmiðlum, enda gæti hún lent í fangelsi við heimkomu. „Ég grét á hverri nóttu. Ég fékk martraðir um að einhver kæmi og færi með mig til baka. Ég fékk hiksta og vaknaði með blauta sæng og kodda,“ segir Soltani í viðtali við norska ríkismiðilinn NRK, um fyrstu næturnar eftir að hún ákvað að fara ekki aftur til Íran. Þar segir hún frá því þegar hún ákvað að snúa ekki heim úr æfingaferð í samhæfðu sundi til Barcelona – ferð sem hún hafði verið vöruð við að fara í. Íran er strangtrúað múslimaríki og konur verða að hylja líkama sinn öllum stundum. Það gerði Soltani erfitt fyrir að sinna sundíþróttinni og hún var raunar hætt og hafði snúið sér að kajakróðri, þegar tækifærið barst til að fara í æfingabúðirnar í Barcelona. Myndirnar sem hún birti á Instagram áttu eftir að hafa afleiðingar. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var þekkt manneskja í Íran og það sem ég gerði var algjörlega óásættanlegt að mati stjórnvalda,“ sagði hin 27 ára gamla Soltani, sem vissi vel að ákvörðun hennar myndi ekki falla vel í kramið. „Ég hef alltaf sagt íþróttakonum að berjast fyrir draumum sínum og vera hugrakkar. Núna var komið að mér að vera fyrirmynd. Þess vegna ákvað ég að fara til Barcelona, bæði fyrir mig og þær,“ sagði Soltani. Kynni af austurrískum feðgum björguðu henni Hún sneri aldrei heim frá Barcelona, eftir að hafa fengið símtal og verið vöruð við. Þá voru góð ráð dýr og Soltani hringdi í eina Evrópubúann sem hún var með í símaskránni, Austurríkismanninn Uwe Schlokat. Schlokat hafði fengið aðstoð Soltani þegar hann var á ferð í Teheran ásamt syni sínum og þurfti hjálp einhvers sem talaði ensku. Og hann tók vel í símtalið frá Soltani. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var grátandi og gat varla talað, en hringdi í hann og spurði hvort ég mætti koma. Ég vissi ekki einu sinni hvar hann átti heima. Og hann sagði já, og sagði mér að kaupa miða til Vínar. Það gerði ég og hann sótti mig, og nokkrum vikum seinna byrjuðu „Konur, líf, frelsi“-mótmælin í Íran,“ sagði Soltani. Þau mótmæli hófust eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést í varðhaldi lögreglu, eftir að hafa verið handtekin fyrir brot á lögum um klæðaburð. Þúsundir Írana tóku þátt í mótmælunum en þeim var svarað með handtökum og byssukúlum, og Soltani missti vini og kunningja. Sat og grét en valdi seinni kostinn Soltani var því langt niðri eftir komuna til Austurríkis en hefur nú komið sér vel fyrir þar, fengið pólitískt hæli og æfir kajakróður af kappi í von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég man að ég sat og grét og grét, og hugsaði með mér að ég ætti tvo kosti. Ég gat annað hvort sökkt mér í þunglyndi og dáið hérna, eða ég gæti keppt. Og mér fannst betra að velja seinni kostinn,“ sagði Soltani. View this post on Instagram A post shared by IOC Refugee Olympic Team (@refugeeolympicteam) Schlokat kom henni á æfingar hjá kajakklúbbi í Austurríki en Soltani hafði æft íþróttina frá 18 ára aldri eftir að ljóst varð að hún gæti ekki sinnt sundíþróttinni sem skyldi. Pabbinn gæti séð hana keppa í fyrsta sinn Núna er Soltani vongóð um að verða valin í landslið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum, og segir að þar með gæti draumur pabba hennar um að sjá hana keppa, ræst. Aðeins kvenfólk mátti sjá hana keppa í Íran. „Ef þú spyrð pabba minn þá mun hann segja þér að hans mesta eftirsjá í lífinu sé að hafa aldrei mátt sjá mig synda, að hann hafi aldrei séð mig keppa, og aldrei getað faðmað mig eftir að ég vann. Aldrei. Vonandi gerist það á Ólympíuleikunum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Ég grét á hverri nóttu. Ég fékk martraðir um að einhver kæmi og færi með mig til baka. Ég fékk hiksta og vaknaði með blauta sæng og kodda,“ segir Soltani í viðtali við norska ríkismiðilinn NRK, um fyrstu næturnar eftir að hún ákvað að fara ekki aftur til Íran. Þar segir hún frá því þegar hún ákvað að snúa ekki heim úr æfingaferð í samhæfðu sundi til Barcelona – ferð sem hún hafði verið vöruð við að fara í. Íran er strangtrúað múslimaríki og konur verða að hylja líkama sinn öllum stundum. Það gerði Soltani erfitt fyrir að sinna sundíþróttinni og hún var raunar hætt og hafði snúið sér að kajakróðri, þegar tækifærið barst til að fara í æfingabúðirnar í Barcelona. Myndirnar sem hún birti á Instagram áttu eftir að hafa afleiðingar. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var þekkt manneskja í Íran og það sem ég gerði var algjörlega óásættanlegt að mati stjórnvalda,“ sagði hin 27 ára gamla Soltani, sem vissi vel að ákvörðun hennar myndi ekki falla vel í kramið. „Ég hef alltaf sagt íþróttakonum að berjast fyrir draumum sínum og vera hugrakkar. Núna var komið að mér að vera fyrirmynd. Þess vegna ákvað ég að fara til Barcelona, bæði fyrir mig og þær,“ sagði Soltani. Kynni af austurrískum feðgum björguðu henni Hún sneri aldrei heim frá Barcelona, eftir að hafa fengið símtal og verið vöruð við. Þá voru góð ráð dýr og Soltani hringdi í eina Evrópubúann sem hún var með í símaskránni, Austurríkismanninn Uwe Schlokat. Schlokat hafði fengið aðstoð Soltani þegar hann var á ferð í Teheran ásamt syni sínum og þurfti hjálp einhvers sem talaði ensku. Og hann tók vel í símtalið frá Soltani. View this post on Instagram A post shared by Saman Soltani (@samansoltaniii) „Ég var grátandi og gat varla talað, en hringdi í hann og spurði hvort ég mætti koma. Ég vissi ekki einu sinni hvar hann átti heima. Og hann sagði já, og sagði mér að kaupa miða til Vínar. Það gerði ég og hann sótti mig, og nokkrum vikum seinna byrjuðu „Konur, líf, frelsi“-mótmælin í Íran,“ sagði Soltani. Þau mótmæli hófust eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést í varðhaldi lögreglu, eftir að hafa verið handtekin fyrir brot á lögum um klæðaburð. Þúsundir Írana tóku þátt í mótmælunum en þeim var svarað með handtökum og byssukúlum, og Soltani missti vini og kunningja. Sat og grét en valdi seinni kostinn Soltani var því langt niðri eftir komuna til Austurríkis en hefur nú komið sér vel fyrir þar, fengið pólitískt hæli og æfir kajakróður af kappi í von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég man að ég sat og grét og grét, og hugsaði með mér að ég ætti tvo kosti. Ég gat annað hvort sökkt mér í þunglyndi og dáið hérna, eða ég gæti keppt. Og mér fannst betra að velja seinni kostinn,“ sagði Soltani. View this post on Instagram A post shared by IOC Refugee Olympic Team (@refugeeolympicteam) Schlokat kom henni á æfingar hjá kajakklúbbi í Austurríki en Soltani hafði æft íþróttina frá 18 ára aldri eftir að ljóst varð að hún gæti ekki sinnt sundíþróttinni sem skyldi. Pabbinn gæti séð hana keppa í fyrsta sinn Núna er Soltani vongóð um að verða valin í landslið flóttafólks sem keppir á Ólympíuleikunum, og segir að þar með gæti draumur pabba hennar um að sjá hana keppa, ræst. Aðeins kvenfólk mátti sjá hana keppa í Íran. „Ef þú spyrð pabba minn þá mun hann segja þér að hans mesta eftirsjá í lífinu sé að hafa aldrei mátt sjá mig synda, að hann hafi aldrei séð mig keppa, og aldrei getað faðmað mig eftir að ég vann. Aldrei. Vonandi gerist það á Ólympíuleikunum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti