Boðnir verða til kaups allt að 111.111.112 nýir hlutir útgefnir af Play á áskriftargenginu 4,5 krónur á hvern hlut, að jafnvirði allt að 500 milljónum króna. Til að stuðla að jafnræði hluthafa munu núverandi hluthafar, aðrir en þeir sem hafa nú þegar skráð sig fyrir nýjum hlutum, njóta forgangs til áskriftar ef til umframáskriftar kemur.
Forsvarsmenn Play fara yfir fjárfestakynningu á kynningarfundinum, sem sjá má í spilaranum hér að neðan:
Tekið verður við tilboðum á útboðstímabilinu í gegnum áskriftarvef Arctica Finance. Hlekkur á áskriftarvefinn verður jafnframt á vefsíðu PLAY og Fossa fjárfestingarbanka.
Fyrirhugað er að samandregnar niðurstöður útboðsins liggi fyrir og verði tilkynntar opinberlega þann 11. apríl 2024 og niðurstöður úthlutunar tilkynntar áskrifendum eigi síðar en 15. apríl 2024. Gjalddagi greiðsluseðla vegna samþykktra áskrifta er fyrirhugaður þriðjudaginn 23. apríl 2024.