Írska þingið samþykkti tillöguna þar sem 88 greiddu atkvæði með tillögunni og 69 gegn.
Harris tók við sem formaður flokksins Fine Gael í síðasta mánuði. Hann hefur áður gegnt embætti heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra og er þekktastur fyrir að stýra viðbrögðum írskra stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Harris mun síðar í dag ganga á fund Michael D. Higgins Írlandsforseta þar sem hann verður formlega skipaður forsætisráðherra.
Harris mun stýra samsteypustjórn en innan við ár er í að þingkosningar fari fram í landinu. Stjórnarandstæðingarnir í Sinn Fein hafa verið á mikilli siglingu í könnunum síðustu misserin.
Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall.