Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 22:11 Egill Arnar er formaður dómaranefndar KSÍ. Vísir/Sigurjón „Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. „Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
„Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43