„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 11:00 Kristófer Acox og félagar í Valsliðinu eru sigurstranglegir á móti Hetti í átta liða úrslitunum. Vísir/Diego Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira