„Boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 20:18 Óskar Bjarni Óskarsson og hans menn unnu afar öruggan sigur í kvöld. vísir / pawel Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að það sé varla hægt að biðja um betri leið til að hefja úrslitakeppni Olís-deildar karla en með 18 marka sigri. Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49
Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05