Stjóri Dortmund bað um sjálfu með Del Piero Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 15:30 Brostu! Edin Terzic tekur sjálfu með Alessandro Del Piero. Knattspyrnustjórar stærstu liða heims eru í grunninn fótboltaáhugamenn sem eiga sínar hetjur eins og kom í ljós eftir leik Atlético Madrid og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05