Lífið er bara fimleikar hjá fjórföldum Norðurlandameistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 09:00 Hildur Maja Guðmundsdóttir raðaði inn verðlaunum um helgina. Vísir/Sigurjón Sögulegur árangur náðist á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum um síðustu helgi. Ung fimleikadrottning frá Selfossi var þar fremst meðal jafningja og raðaði inn verðlaunum. Hin átján ára gamla Hildur Maja Guðmundsdóttir kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu um helgina. Hún varð fjórfaldur meistari, í stökki, á jafnvægisslá, í fjölþraut og í liðakeppninni sem íslenska liðið sigraði. Valur Páll Eiríksson hitti þessa Selfossmær í heimkynnum Gerplu og ræddi við hana um einstaka frammistöðu hennar á Norðurlandamótinu. „Þetta var sögulegur árangur, bæði hjá körlum og konum. Strákarnir lentu í þriðja sæti í liðakeppni sem er sögulegt og við í fyrsta sæti í liðakeppninni. Unglingaliðin voru bæði á palli líka þannig að þetta var bara sögulegur árangur,“ sagði Hildur Maja. Hildur Maja með félögum sínum í kvennalandsliðinu sem vann liða keppni Norðurlandamótsins. Í liðinu eru líka Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir.Fimleikasamband Íslands Mjög gaman að uppskera svona stórt Hversu gaman er þetta? „Þetta er mjög gaman og það er mjög gaman að uppskera svona stórt. Sjá að vinnan er að skila sér,“ sagði Hildur Liðsfélagi Hildar, Thelma Aðalsteinsdóttir, hlaut silfur í fjölþrautinni um helgina en hún hafði unnið flestöll gullin á Íslandsmótinu fyrir nokkrum vikum síðan. Á því Íslandsmóti fékk Hildur einmitt hvert silfrið á fætur öðru en það snerist við. Þær stöllur hvetja hvora aðra áfram. Hvernig leið henni eftir Íslandsmótið að vera í öðru sæti á eiginlega hverju áhaldi? „Það var bara allt í lagi. Ég er búin að verða í öðru sæti síðustu þrjú ár,“ sagði Hildur og vildi ekki gera mikið úr því. Hún og Thelma eru í mikilli samkeppni en eru þær að hvetja hvora aðra áfram? Við erum mjög góðir liðsfélagar „Já, já. Á hverjum einasta degi þá hvetjum við hvora aðra áfram og styðjum við bakið á hvorri annarri í hverju sem er. Við erum mjög góðir liðsfélagar. Það er mjög skemmtilegt að það skuli vera svona mikil keppni á milli okkar. Við notum það til að drífa okkur áfram,“ sagði Hildur. Hildur hóf ung að æfa með Gerplu og er foreldrum sínum þakklát fyrir að skutlast með sig yfir heiðina. Hlutirnir hafa einfaldast eftir að hún fékk bílpróf.Úr einkasafni Hildur kemur frá Selfossi og býr þar enn. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir fjölmargar klukkustundir af bílferðum fram og til baka. „Ég er búin að vera í þessu síðan ég var fimm ára, í Gerplu. Ég byrjaði í íþróttaskólanum á Selfossi þegar ég var lítil en svo kom ég hingað,“ sagði Hildur. Ferðast yfir Hellisheiðina á æfingar Er ekkert bras að þurfa að ferðast svona mikið á hverjum degi? Fimleikasamband Íslands „Þau skutluðu mér þegar ég var yngri en ég tók líka strætó. Núna er ég komin með bílpróf þannig að þetta er svolítið auðveldara. Þetta snýst bara um skipulag, eitt, tvö og þrjú. Þá gengur þetta upp,“ sagði Hildur en hún þarf engu að síður að færa miklar fórnir fyrir fimleikana. „Já en ég bara vel það. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ sagði Hildur og það snýst eiginlega allt um fimleika hjá henni. Reynir að hugsa ekki um fimleika „Ég reyni að kúpla mig út þegar ég er heima. Ekki að hugsa um fimleika en það er mjög erfitt. Ég er alltaf eitthvað að hugsa um fimleika. Fimleikarnir eru eiginlega bara lífið núna,“ sagði Hildur. Næst á dagskrá hjá henni er Evrópumót eftir þrjár vikur og svo að klára stúdentsprófið í desember. En hvert setur hún stefnuna? „Toppurinn væru Ólympíuleikarnir 2028 en ég er á góðri uppleið ef ég ætla þangað. Ég verð bara að halda áfram og gera mitt besta til þess að komast þangað,“ sagði Hildur. Hildur Maja Guðmundsdóttir með alla verðlaunapeningna sína frá Norðurlandamótinu.Vísir/Sigurjón Fimleikar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Hin átján ára gamla Hildur Maja Guðmundsdóttir kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu um helgina. Hún varð fjórfaldur meistari, í stökki, á jafnvægisslá, í fjölþraut og í liðakeppninni sem íslenska liðið sigraði. Valur Páll Eiríksson hitti þessa Selfossmær í heimkynnum Gerplu og ræddi við hana um einstaka frammistöðu hennar á Norðurlandamótinu. „Þetta var sögulegur árangur, bæði hjá körlum og konum. Strákarnir lentu í þriðja sæti í liðakeppni sem er sögulegt og við í fyrsta sæti í liðakeppninni. Unglingaliðin voru bæði á palli líka þannig að þetta var bara sögulegur árangur,“ sagði Hildur Maja. Hildur Maja með félögum sínum í kvennalandsliðinu sem vann liða keppni Norðurlandamótsins. Í liðinu eru líka Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir.Fimleikasamband Íslands Mjög gaman að uppskera svona stórt Hversu gaman er þetta? „Þetta er mjög gaman og það er mjög gaman að uppskera svona stórt. Sjá að vinnan er að skila sér,“ sagði Hildur Liðsfélagi Hildar, Thelma Aðalsteinsdóttir, hlaut silfur í fjölþrautinni um helgina en hún hafði unnið flestöll gullin á Íslandsmótinu fyrir nokkrum vikum síðan. Á því Íslandsmóti fékk Hildur einmitt hvert silfrið á fætur öðru en það snerist við. Þær stöllur hvetja hvora aðra áfram. Hvernig leið henni eftir Íslandsmótið að vera í öðru sæti á eiginlega hverju áhaldi? „Það var bara allt í lagi. Ég er búin að verða í öðru sæti síðustu þrjú ár,“ sagði Hildur og vildi ekki gera mikið úr því. Hún og Thelma eru í mikilli samkeppni en eru þær að hvetja hvora aðra áfram? Við erum mjög góðir liðsfélagar „Já, já. Á hverjum einasta degi þá hvetjum við hvora aðra áfram og styðjum við bakið á hvorri annarri í hverju sem er. Við erum mjög góðir liðsfélagar. Það er mjög skemmtilegt að það skuli vera svona mikil keppni á milli okkar. Við notum það til að drífa okkur áfram,“ sagði Hildur. Hildur hóf ung að æfa með Gerplu og er foreldrum sínum þakklát fyrir að skutlast með sig yfir heiðina. Hlutirnir hafa einfaldast eftir að hún fékk bílpróf.Úr einkasafni Hildur kemur frá Selfossi og býr þar enn. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir fjölmargar klukkustundir af bílferðum fram og til baka. „Ég er búin að vera í þessu síðan ég var fimm ára, í Gerplu. Ég byrjaði í íþróttaskólanum á Selfossi þegar ég var lítil en svo kom ég hingað,“ sagði Hildur. Ferðast yfir Hellisheiðina á æfingar Er ekkert bras að þurfa að ferðast svona mikið á hverjum degi? Fimleikasamband Íslands „Þau skutluðu mér þegar ég var yngri en ég tók líka strætó. Núna er ég komin með bílpróf þannig að þetta er svolítið auðveldara. Þetta snýst bara um skipulag, eitt, tvö og þrjú. Þá gengur þetta upp,“ sagði Hildur en hún þarf engu að síður að færa miklar fórnir fyrir fimleikana. „Já en ég bara vel það. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ sagði Hildur og það snýst eiginlega allt um fimleika hjá henni. Reynir að hugsa ekki um fimleika „Ég reyni að kúpla mig út þegar ég er heima. Ekki að hugsa um fimleika en það er mjög erfitt. Ég er alltaf eitthvað að hugsa um fimleika. Fimleikarnir eru eiginlega bara lífið núna,“ sagði Hildur. Næst á dagskrá hjá henni er Evrópumót eftir þrjár vikur og svo að klára stúdentsprófið í desember. En hvert setur hún stefnuna? „Toppurinn væru Ólympíuleikarnir 2028 en ég er á góðri uppleið ef ég ætla þangað. Ég verð bara að halda áfram og gera mitt besta til þess að komast þangað,“ sagði Hildur. Hildur Maja Guðmundsdóttir með alla verðlaunapeningna sína frá Norðurlandamótinu.Vísir/Sigurjón
Fimleikar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira