Kadetten vann fyrsta leik einvígisins en tapaði öðrum leiknum. Þeir unnu svo sjö marka sigur í síðasta leik, fjögurra marka sigur í dag og einvígið fór því 3-1.
Í leik dagsins var Wacker Thun á heimavelli, jafnræði ríkti með liðunum fyrst um sinn en þegar líða fór á seinni hálfleikinn tók Kadetten forystuna og lokaði öruggum sigri.
Kadetten Schaffhausen er ríkjandi meistari í Sviss og mætir Amicitia Zurich í undanúrslitum. Hinum megin eigast Winterthur og Kriens við.
Auk þess spilar Kadetten úrslitaleik í bikarkeppninni við Basel þann 27. apríl.