Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 23:13 Mikið af kröftum Rowling hefur verið varið í að tala gegn trans fólki undanfarin ár. Vísir/EPA Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið. Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið.
Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45