Metamfetamín felldi markvörðinn Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:30 Nikola Portner er í slæmum málum eftir að hafa orðið uppvís að neyslu metamfetamíns. Getty/Lars baron Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi. Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Þýska lyfjaeftirlitið hefur nú staðfest við þýska fjölmiðla að það sem felldi Portner hafi verið örvandi efnið metamfetamín, sem greindist í prufu úr honum. Efnið er flokkað með efnum á borð við amfetamín og kókaín en er enn sterkara og meira ávanabindandi. Ekki er búið að dæma Portner en hann er þó kominn í hlé frá æfingum og keppni á meðan að málið er til meðferðar. Hann á rétt á að andmæla og fara fram á að B-sýni verði skoðað en sagan sýnir að allar líkur eru á að það sýni skili sömu niðurstöðu. Gæti hafa grætt á að nota efnið Þýski lyfjasérfræðingurinn Fritz Sörgel segir við fréttaveituna dpa að Portner gæti vel hafa grætt á því að nota metamfetamín fyrir leik. Það geti til að mynda aukið viðbragð. „Markvörður sem nær að hreyfa hendurnar 1/10 úr sekúndu hraðar, gæti þannig náð að verja vítakast,“ bendir Sörgel á. Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. Magdeburg þarf nú að reiða sig alfarið á Spánverjann Sergey Hernandez í þeirri titlabaráttu sem fram undan er hjá liðinu, og þar er næst á dagskrá bikarhelgin í Þýskalandi en Magdeburg mætir Füchse Berlín í stórleik í undanúrslitum á morgun. Fullyrti að hann hefði engar reglur brotið Þegar fyrstu fréttir bárust af því að Portner hefði fallið á lyfjaprófi, áður en ljóst var hvaða efni felldi hann, sagði hann tíðindin koma sér í opna skjöldu. Hann hélt fram sakleysi sínu í skrifum á Instagram: „Kæra Magdeburg og svissneska handboltafjölskylda, kæru stuðningsmenn. Því miður verð ég að segja ykkur þetta: Ég hef fengið að vita að sýni úr mér virðist skila „niðurstöðum sem eru ekki venjulegar“ og þess vegna þarf að bregðast við því. Ég er í algjöru áfalli yfir þessum upplýsingum. Mér þykir fyrir því að þessi staða hafi komið upp og ég mun gera allt sem ég get til að sýna að ég hef ekki brotið neinar reglur um lyfjamál, hef alltaf hagað mér í samræmi við gildi íþrótta og mun áfram gera það.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira