„Þetta er svona vorskreyting og þetta er svona ódýr lausn til að gera borð fallegt og svo getur fólk náttúrulega notað aðra liti af blómum eða sítrónur í staðinn, það er hægt að útfæra þetta á ýmsa vegu,“ segir listakonan Guðlaug betur þekkt sem Gulla.
Borðskreytingarnar geta passað við hvaða árstíð sem er. Svo er hægt að breyta þeim á fjölbreyttan hátt svo þau henti fyrir hvaða tímabil sem er. „Svo má borða lime-ið á eftir!“ segir Gulla hlæjandi.
Gulla gerir eigin kertastjaka og hefur gert í nokkur ár. Þeir eru úr endurunnu gleri og kristal. Enginn einn er eins.