Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 15:25 Viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka hefur verið hækkað. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið. Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið.
Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira