Katla er ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands, uppalin hjá Val en spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í fyrra áður en hún fluttist til Kristianstad í Svíþjóð.
Þar hitti hún landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttur, sem spilaði allan leikinn og Guðnýju Árnadóttur, sem var á bekknum í dag.
Tabitha Tindell kom Kristianstad snemma yfir og Katla tvöfaldaði forystuna á 34. mínútu. Miðvörður Kristianstad, Clare Elizabeth Polkinghorne, varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Það gerði bakvörður AIK, Emma Engstrom, hins vegar líka á 80. mínútu og leikar enduðu því 3-1.
Samtímis vann Pitea 3-2 gegn Vaxjö. Bryndís Arna Níelsdóttir byrjaði frammi hjá Vaxjö en var tekin af velli vegna meiðsla á 33. mínútu. Inn í hennar stað kom Þórdís Elva Ágústsdóttir.
Þá var Vaxjö 2-1 yfir, heimakonur skoruðu svo tvívegis í seinni hálfleik og hrepptu 3-2 sigur.