Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:14 Kristófer Acox og félagar í Val fengu far til Egilsstaða með þotum Landsvirkjunar. Vísir / Hulda Margrét Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum. Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum.
Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira