„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 18:32 Stefán Rafn Sigurmarsson, leikmaður Hauka, í baráttunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
„Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira