„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 19:49 Þjálfarateymi ÍA fer sátt heim. Vísir/Hulda Margrét Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð. „Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira