„Þungu fargi af manni létt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 20:45 Markaskorarnir Arnór Smárason og Viktor Jónsson fagna. Vísir/Hulda Margrét Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla. Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki