„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:25 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, má prísa sig sælan með þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. „Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45