Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland og hefur gert síðan árið 2020. Þá tók Dagur Sigurðsson við sem þjálfari Króatíu fyrr á þessu ári.
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, dró í dag í riðla og þar kom í ljós að Íslendingarnir tveir yrðu saman í riðli. Króatía og Þýskaland eru í A-riðli ásamt Spáni, Slóveníu, Svíþjóð og Japan. Í B-riðli eru Danmörk, Noregur, Ungverjaland, Frakkland, Egyptaland og Argentína.
Alls taka tólf þjóðir þátt í karlaflokki og jafn margar í kvennaflokki.