Xavi: Dómarinn var lélegur og eyðilagði einvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:01 Xavi Hernandez endaði leikinn upp í heiðursstúku eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins. Getty/Pedro Salado Xavi Hernández var snælduvitlaus út í dómara leiksins eftir að Barcelona-liðið hans var slegið út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Barcelona var á heimavelli, vann fyrri leikinn og komst yfir í gær en það dugði ekki til. PSG nýtti sér vel að vera ellefu á móti tíu og vann leikinn á endanum 4-1. Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs gaf Ronald Araújo rautt spjald á 29. mínútu og Xavi fékk síðar rautt spjald fyrir að missa sig á hliðarlínunni. Xavi: It s a pity, our Champions League is over due to referee s mistake . I just told the referee that he s been a disaster. It s the reality . pic.twitter.com/BhzKc0UMAu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Við erum mjög gramir. Rauða spjaldið réði úrslitum. Við vorum vel skipulagðir ellefu á móti ellefu. Rauða spjaldið breytti öllu og að mínu mati þá er það allt of harður dómur að reka Araújo út af þarna,“ sagði Xavi. „Það er synd að Meistaradeildardraumur okkar sé á enda út af dómaranum. Dómarinn var mjög lélegur. Ég sagði honum að hann væri stórslys. Hann eyðilagði einvígið. Ég er ekki hrifinn af því að tala um dómara en það verður bata að segja þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er ekki gott að enda með tíu leikmenn og eftir það varð þetta allt annar leikur. Við getum talað og talað um leikinn en þetta snýst allt um þetta rauða spjald. Það er til einkis að tala um leikinn því dómarinn eyðilagði hann,“ sagði Xavi. Xavi viðurkennir þó að hafa gert mistök þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í auglýsingaskilti fyrir framan fjórða dómarann. „Það voru mistök hjá mér og mér að kenna,“ sagði Xavi. Xavi: It s pointless to discuss about the game the referee destroyed it all . We can t stay silent. He changed the game and the entire tie. It was a disaster . pic.twitter.com/S5jhWtbjLB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira