Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 13:31 Að minnsta kosti 21 er látinn eftir gríðarlegt úrhelli á Arabíuskaga í vikunni. AP/Jon Gambrell Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59