Nagelsmann var bara með samning fram yfir Evrópukeppnina í sumar en nýr samningur hans nær nú yfir heimsmeistaramótið sumarið 2026. Þjóðverjar eru á heimavelli á EM í sumar og liðið hefur spilað mun betur undanfarið eftir mjög slaka byrjun undir stjórn Nagelsmann.
OFFICIAL: Julian Nagelsmann has signed new deal as German national team head coach until World Cup 2026.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024
This is a decision of the heart. It is a great honour to be able to coach the national team. We can ispire the country . pic.twitter.com/0bGwtU9EZ2
Nagelsmann hafði verið mikið orðaður við sitt gamla starf hjá Bayern en þýska stórliðið leitir að eftirmanni Thomas Tuchel. Nú þurfa Bæjarar að leita annað.
Hinn 36 ára gamli Nagelsmann valdi það að halda áfram með þýska landsliðið.
„Þetta er ákvörðun sem kemur frá hjartanu. Það er mikill heiður að fá að þjálfa þýska landsliðið og fá að vinna með bestu fótboltamönnum þjóðarinnar,“ sagði Nagelsmann í viðtali á heimasíðu þýska sambandsins.
BREAKING: Julian Nagelsmann has announced that he will remain as Germany head coach beyond Euro 2024 despite interest from Bayern Munich pic.twitter.com/GBofva7JSm
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 19, 2024