Móðir níu ára einhverfrar stúlku hefur tvívegis tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingarfullri tilraun til að fá aðstoð fyrir dóttur sína. Skólinn segir barnið vera búið að brenna allar brýr að baki sér og á tímabili missti stúlkan lífsviljann.
Við höldum áfram umfjöllun um Hamraborgarmálið svokallaða en þjófarnir tóku ekki poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið.
Þá förum við yfir stöðuna í Mið-Austurlöndum, hittum konu sem býr með úlfum og er nú stödd hér á landi og skellum okkur í 42 metra hæð í körfubíl sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók í notkun í dag.
Þetta og miklu fleira í stútfullum kvöldfréttatíma í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan: