„Síðustu tvö ár hafa verið helvíti“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2024 08:01 Sigríður vill vekja athygli á stöðu þeirra sem glíma við langvarandi afleiðingar Covid hér á landi, en hún kveðst hafa upplifað skilningsleysi og fordóma innan heilbrigðiskerfisins. Vísir/Vilhelm Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn. Í dag er hún ófær um að sinna flestum daglegum störfum og glímir við margvíslegan heilsubrest en hún segir sárlega skorta úrræði og skilning innan heilbrigðis-og velferðarkerfisins fyrir einstaklinga í hennar stöðu sem þjást af langvarandi áhrifum Covid (Long COVID). Var í besta formi lífs síns Sigríður er einstæð móðir og á tvær dætur sem eru 15 ára og 20 ára. Hún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum, auk þess sem hún er með landvarðarréttindi og hefur lokið námi í förðunarfræði. Hún átti að eigin sögn alltaf auðvelt með lærdóm. „Ég ólst upp hjá foreldrum sem kenndu mér að vinna. Ég var fimm ára þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn minn og það hefur alltaf skipt mig rosalega miklu máli að vera sjálfstæð, geta séð fyrir mér sjálf.“ Sigríður var virk á vinnumarkaði í mörg ár; sá um mannauðsmál hjá malbikunarfyrirtæki og starfaði í tíu ár hjá Landsbankanum. Um það leyti þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á var hún að vinna sem aðalbókari hjá fjárfestingafyrirtæki. „Ég mætti tvisvar í viku til einkaþjálfara og var í stelpu-fjallahjólahópi hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Ég gekk á fjöll og hljóp oft í kringum Vífilsstaðavatn ef ég þurfti smá viðrun. Ég var líka farin að stunda snjóbretti. Ég var grínlaust í besta formi lífs míns. Í dag á ég erfitt með að horfa á myndir sem voru teknar af mér á þessum tíma. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en löngu eftir á að ég var í raun að syrgja þessa gömlu útgáfu af sjálfri mér.“ Gat lítið sem ekkert gengið Eins og meirihluti landsmanna þáði Sigríður tvisvar sinnum bólusetningu gegn Covid um mitt ár 2021. Fyrri bólusetningin var í júní, með Janssen bóluefninu. Í kjölfarið fór Sigríður að finna fyrir margvíslegum líkamlegum einkennum. „Púls og blóðþrýstingur breyttist og hvíldarpúls hækkaði. Ég fann fyrir mæði, aukinni svitamyndun og sífellt lélegri árangri af æfingum. Ég man að ég fór í draumahjólaferðina mína með Bike Company að Syðra Fjallabaki og sprakk á fyrstu fimm mínútunum. Ég fór og hitti hjartalækni hjá Hjartavernd sem sagði mér að drífa mig með því ég „væri bara aðeins of feit“. Þarna var ég byrjuð að safna bjúg.“ Sigríður fékk seinni sprautuna í ágúst 2021, og þá með Pfizer bóluefninu. Í kjölfarið hélt heilsu hennar áfram að hraka. „Mæðin versnaði mikið, ég gat lítið sem ekkert gengið án þess að það hvæsti þegar ég andaði og ég svitnaði fáránlega mikið. Eftir morgunsturtuna þurfti ég að fara aftur í sturtu því ég svitnaði hræðilega við að þurrka mér og hárið varð aftur „blautt“. Ég vann á þriðju hæð í lyftulausu húsi á þessum tíma og komst aldrei upp stigana í einni tilraun og svitnaði rosalega á leiðinni upp.“ Sigríður kveðst hafa orðið ófær um að halda áfram í líkamsrækt. „Ég þyngdist um tæp sextán kíló af bjúg og afmyndaðist í framan. Hjartslátturinn varð þyngri og mér fannst ég stundum skoppa í rúminu þegar ég reyndi að sofna. Stundum svaf ég með æfingaúrið og það sagði mig hafa æft smá um nóttina þó ég hafi verið sofandi. Hvíldarpúlsinn var enn í rugli. Mér fannst erfitt að anda og fann oft yfirliðstilfinningu og þrýsting í höfðinu. Maginn á mér þandist líka út, varð grjótharður og togaði í bakskinnið eins og ég væri ólétt.“ Að sögn Sigríðar er talið að fyrri bólusetningin hafi leitt til þess að hún þróaði með sér POTS (e. Postural orthostatic tachycardia syndrome), heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli Covid bólusetninga -og sýkinga og POTS. Var sögð vera ímyndunarveik Sigríður smitaðist fyrst af Covid í desember 2021 og veiktist að eigin sögn heiftarlega. Hún smitaðist aftur í febrúar 2022. „Ég var ekki alveg jafn veik og í desember og „covidið“ tók ekki jafn langan tíma, fannst mér. Ég fékk veikindavottorð og var sagt upp vinnu í kjölfarið. Þar með ég datt ég út af vinnumarkaði og hef ekki komist inn á hann aftur.“ Sigríður hefur að eigin sögn gengið á milli lækna og sérfræðinga undanfarin tvö ár án þess að fá bót meina sinna. Sigríður segir veikindin koma niður á öllum í kringum hana, og það tekur hana afar sárt.Vísir/Vilhelm „Ég hef verið sögð ímyndunarveik og illa farin af kvenlægri miðaldurshysteríu auk þess sem tveir langskólagengnir sérfræðingar horfðu á mig eins og ég væri fullkomlega veruleikafirrt því augljóslega væri ég ófrísk.“ Í september 2022 greindi heimilislæknir hana með ME (myalgic encephalomyelitis.) Einkenni ME og Long Covid eru nánast alveg eins. Stjórn ME félags Íslands hefur áður yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri fjölgun ME sjúklinga í kjölfar Covid-19 faraldursins. Stjórnin hefur jafnframt bent á að þegar eru brotalamir hvað varðar meðferðarúrræði fyrir þennan hóp hérlendis og mikilvægt sé að bæta úr því sem fyrst. „Ég hafði aldrei heyrt um ME áður og heimilislæknirinn stakk ekki upp á neinni meðferð og setti ekki upp neitt plan. Hann sagði að ég myndi aldrei koma til með að leika mér úti aftur; sagði mér að selja snjóbrettin og hjólin mín og reyna að einbeita mér að vinnu þar sem hann vissi að ég væri einstæð móðir með tvö börn á framfæri og mætti ekki við tekjutapi. Á þessum tíma var ekkert farið að tala um Long Covid þannig að ég vann með ME greininguna þó svo að hún truflaði mig alltaf. Það var alltaf eitthvað sem gekk ekki alveg upp,“ segir Sigríður. Tveggja ára helvíti Í dag er staðan sú að Sigríður er komin á örorku hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og bankamanna og er að sækja um örorku hjá TR. Hún hefur að eigin sögn nýtt sér öll úrræði og fjárhagslegar ívilnanir sem í boði eru og veit ekki hvað tekur nú við. Hún glímir við málstol og minnisleysi og hefur þurft að nota göngugrind. Þá getur hún að eigin sögn ekki keyrt bíl lengur og þarf að reiða sig á sína nánustu til að komast á milli staða. „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti. Ég hef að mestu leyti verið verið föst heima og meirihluta þess tíma föst í rúminu mínu. Ég kasta upp við minnstu ljóstíru, lykt og hljóð. Ég veit ekki hvort ég geti nokkurn tíma hreyft mig aftur og enn síður hvort ég komist aftur inn á vinnumarkað.“ Hún tekur fram að hún hafi einstaklega gott stuðningsnet. Móðir hennar, systir og bróðir hafi reynst henni algjörir bjargvættir. Veikindi hennar hafi þó óneitanlega hafa litað líf allra í kringum hana, ekki síst líf dætra hennar. Hún segir ástandið liggja eins og mara á allri fjölskyldunni. „Við náum sárasjaldan að borða kvöldmat saman. Hlutir eins og ísbíltúrar, horfa á sjónvarpið saman, bara eitthvað saman, er svo fjarlægt og óraunverulegt að það nístir inn að beini. Ég hef horft upp á mömmu verða hræddari og hræddari, af því við fengum engin svör. Mamma og bróðir minn eru alveg búin á því líka og öll fjölskylduplön hafa fokið út í veður og vind út af mér. Það er alltaf verið að bíða eftir að ég lagist.” Sigríður segist afar þakklát fyrir stuðning fólksins í kringum sig og ætlar ekki að gefa upp.Vísir/Vilhelm Kallar eftir vitundarvakningu Undanfarnar vikur hefur Sigríður gengist undir súrefnismeðferð sem boðið er upp á háþrýstideild Landspítalans og hefur áður gefið góða raun. Hún bindur vonir við þá meðferð en lifir að öðru leyti í algjörri óvissu að eigin sögn. Sigríður kveðst vilja vekja athygli á stöðu þeirra sem glíma við langvarandi afleiðingar Covid hér á landi. Hún kallar eftir viðhorfsbreytingu innan heilbrigðiskerfisins. „Það hefur enginn gripið mig í þessu ferli. Ég vil reyna að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Og ég vil vekja athygli á rétti Long Covid veikra til sjúkdómsgreininga, eins og er sjálfsagt fyrir aðra. Við eigum líka rétt á stuðningi við greiningu, og við eigum rétt á öruggri endurhæfingu sem hentar hverjum og einum. Ég get ekki hugsað mér að fleiri þurfi að ganga á milli lækna í svona langan tíma og missa vonina þegar það er hægt að halda utan um þetta fólk og hjálpa því. Það er svo mikilvægt að grípa sem fyrst inní. Ég get ekki hugsað mér að fleiri fari þessa leið bara vegna þess að heilbrigðiskerfið og stjórnvöld kjósa að gaslýsa okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Í dag er hún ófær um að sinna flestum daglegum störfum og glímir við margvíslegan heilsubrest en hún segir sárlega skorta úrræði og skilning innan heilbrigðis-og velferðarkerfisins fyrir einstaklinga í hennar stöðu sem þjást af langvarandi áhrifum Covid (Long COVID). Var í besta formi lífs síns Sigríður er einstæð móðir og á tvær dætur sem eru 15 ára og 20 ára. Hún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum, auk þess sem hún er með landvarðarréttindi og hefur lokið námi í förðunarfræði. Hún átti að eigin sögn alltaf auðvelt með lærdóm. „Ég ólst upp hjá foreldrum sem kenndu mér að vinna. Ég var fimm ára þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn minn og það hefur alltaf skipt mig rosalega miklu máli að vera sjálfstæð, geta séð fyrir mér sjálf.“ Sigríður var virk á vinnumarkaði í mörg ár; sá um mannauðsmál hjá malbikunarfyrirtæki og starfaði í tíu ár hjá Landsbankanum. Um það leyti þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á var hún að vinna sem aðalbókari hjá fjárfestingafyrirtæki. „Ég mætti tvisvar í viku til einkaþjálfara og var í stelpu-fjallahjólahópi hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Ég gekk á fjöll og hljóp oft í kringum Vífilsstaðavatn ef ég þurfti smá viðrun. Ég var líka farin að stunda snjóbretti. Ég var grínlaust í besta formi lífs míns. Í dag á ég erfitt með að horfa á myndir sem voru teknar af mér á þessum tíma. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en löngu eftir á að ég var í raun að syrgja þessa gömlu útgáfu af sjálfri mér.“ Gat lítið sem ekkert gengið Eins og meirihluti landsmanna þáði Sigríður tvisvar sinnum bólusetningu gegn Covid um mitt ár 2021. Fyrri bólusetningin var í júní, með Janssen bóluefninu. Í kjölfarið fór Sigríður að finna fyrir margvíslegum líkamlegum einkennum. „Púls og blóðþrýstingur breyttist og hvíldarpúls hækkaði. Ég fann fyrir mæði, aukinni svitamyndun og sífellt lélegri árangri af æfingum. Ég man að ég fór í draumahjólaferðina mína með Bike Company að Syðra Fjallabaki og sprakk á fyrstu fimm mínútunum. Ég fór og hitti hjartalækni hjá Hjartavernd sem sagði mér að drífa mig með því ég „væri bara aðeins of feit“. Þarna var ég byrjuð að safna bjúg.“ Sigríður fékk seinni sprautuna í ágúst 2021, og þá með Pfizer bóluefninu. Í kjölfarið hélt heilsu hennar áfram að hraka. „Mæðin versnaði mikið, ég gat lítið sem ekkert gengið án þess að það hvæsti þegar ég andaði og ég svitnaði fáránlega mikið. Eftir morgunsturtuna þurfti ég að fara aftur í sturtu því ég svitnaði hræðilega við að þurrka mér og hárið varð aftur „blautt“. Ég vann á þriðju hæð í lyftulausu húsi á þessum tíma og komst aldrei upp stigana í einni tilraun og svitnaði rosalega á leiðinni upp.“ Sigríður kveðst hafa orðið ófær um að halda áfram í líkamsrækt. „Ég þyngdist um tæp sextán kíló af bjúg og afmyndaðist í framan. Hjartslátturinn varð þyngri og mér fannst ég stundum skoppa í rúminu þegar ég reyndi að sofna. Stundum svaf ég með æfingaúrið og það sagði mig hafa æft smá um nóttina þó ég hafi verið sofandi. Hvíldarpúlsinn var enn í rugli. Mér fannst erfitt að anda og fann oft yfirliðstilfinningu og þrýsting í höfðinu. Maginn á mér þandist líka út, varð grjótharður og togaði í bakskinnið eins og ég væri ólétt.“ Að sögn Sigríðar er talið að fyrri bólusetningin hafi leitt til þess að hún þróaði með sér POTS (e. Postural orthostatic tachycardia syndrome), heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli Covid bólusetninga -og sýkinga og POTS. Var sögð vera ímyndunarveik Sigríður smitaðist fyrst af Covid í desember 2021 og veiktist að eigin sögn heiftarlega. Hún smitaðist aftur í febrúar 2022. „Ég var ekki alveg jafn veik og í desember og „covidið“ tók ekki jafn langan tíma, fannst mér. Ég fékk veikindavottorð og var sagt upp vinnu í kjölfarið. Þar með ég datt ég út af vinnumarkaði og hef ekki komist inn á hann aftur.“ Sigríður hefur að eigin sögn gengið á milli lækna og sérfræðinga undanfarin tvö ár án þess að fá bót meina sinna. Sigríður segir veikindin koma niður á öllum í kringum hana, og það tekur hana afar sárt.Vísir/Vilhelm „Ég hef verið sögð ímyndunarveik og illa farin af kvenlægri miðaldurshysteríu auk þess sem tveir langskólagengnir sérfræðingar horfðu á mig eins og ég væri fullkomlega veruleikafirrt því augljóslega væri ég ófrísk.“ Í september 2022 greindi heimilislæknir hana með ME (myalgic encephalomyelitis.) Einkenni ME og Long Covid eru nánast alveg eins. Stjórn ME félags Íslands hefur áður yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri fjölgun ME sjúklinga í kjölfar Covid-19 faraldursins. Stjórnin hefur jafnframt bent á að þegar eru brotalamir hvað varðar meðferðarúrræði fyrir þennan hóp hérlendis og mikilvægt sé að bæta úr því sem fyrst. „Ég hafði aldrei heyrt um ME áður og heimilislæknirinn stakk ekki upp á neinni meðferð og setti ekki upp neitt plan. Hann sagði að ég myndi aldrei koma til með að leika mér úti aftur; sagði mér að selja snjóbrettin og hjólin mín og reyna að einbeita mér að vinnu þar sem hann vissi að ég væri einstæð móðir með tvö börn á framfæri og mætti ekki við tekjutapi. Á þessum tíma var ekkert farið að tala um Long Covid þannig að ég vann með ME greininguna þó svo að hún truflaði mig alltaf. Það var alltaf eitthvað sem gekk ekki alveg upp,“ segir Sigríður. Tveggja ára helvíti Í dag er staðan sú að Sigríður er komin á örorku hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og bankamanna og er að sækja um örorku hjá TR. Hún hefur að eigin sögn nýtt sér öll úrræði og fjárhagslegar ívilnanir sem í boði eru og veit ekki hvað tekur nú við. Hún glímir við málstol og minnisleysi og hefur þurft að nota göngugrind. Þá getur hún að eigin sögn ekki keyrt bíl lengur og þarf að reiða sig á sína nánustu til að komast á milli staða. „Síðustu tvö ár hafa verið helvíti. Ég hef að mestu leyti verið verið föst heima og meirihluta þess tíma föst í rúminu mínu. Ég kasta upp við minnstu ljóstíru, lykt og hljóð. Ég veit ekki hvort ég geti nokkurn tíma hreyft mig aftur og enn síður hvort ég komist aftur inn á vinnumarkað.“ Hún tekur fram að hún hafi einstaklega gott stuðningsnet. Móðir hennar, systir og bróðir hafi reynst henni algjörir bjargvættir. Veikindi hennar hafi þó óneitanlega hafa litað líf allra í kringum hana, ekki síst líf dætra hennar. Hún segir ástandið liggja eins og mara á allri fjölskyldunni. „Við náum sárasjaldan að borða kvöldmat saman. Hlutir eins og ísbíltúrar, horfa á sjónvarpið saman, bara eitthvað saman, er svo fjarlægt og óraunverulegt að það nístir inn að beini. Ég hef horft upp á mömmu verða hræddari og hræddari, af því við fengum engin svör. Mamma og bróðir minn eru alveg búin á því líka og öll fjölskylduplön hafa fokið út í veður og vind út af mér. Það er alltaf verið að bíða eftir að ég lagist.” Sigríður segist afar þakklát fyrir stuðning fólksins í kringum sig og ætlar ekki að gefa upp.Vísir/Vilhelm Kallar eftir vitundarvakningu Undanfarnar vikur hefur Sigríður gengist undir súrefnismeðferð sem boðið er upp á háþrýstideild Landspítalans og hefur áður gefið góða raun. Hún bindur vonir við þá meðferð en lifir að öðru leyti í algjörri óvissu að eigin sögn. Sigríður kveðst vilja vekja athygli á stöðu þeirra sem glíma við langvarandi afleiðingar Covid hér á landi. Hún kallar eftir viðhorfsbreytingu innan heilbrigðiskerfisins. „Það hefur enginn gripið mig í þessu ferli. Ég vil reyna að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Og ég vil vekja athygli á rétti Long Covid veikra til sjúkdómsgreininga, eins og er sjálfsagt fyrir aðra. Við eigum líka rétt á stuðningi við greiningu, og við eigum rétt á öruggri endurhæfingu sem hentar hverjum og einum. Ég get ekki hugsað mér að fleiri þurfi að ganga á milli lækna í svona langan tíma og missa vonina þegar það er hægt að halda utan um þetta fólk og hjálpa því. Það er svo mikilvægt að grípa sem fyrst inní. Ég get ekki hugsað mér að fleiri fari þessa leið bara vegna þess að heilbrigðiskerfið og stjórnvöld kjósa að gaslýsa okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira