Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:10 Mótmælendur segja eyjarnar komnar að þolmörkum og það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Vísir/EPA Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Mótmælendur kröfðust þess að stjórmálamenn myndu bregðast við of lágum launum og lélegum kjörum. Einnig var mótmælt víða á Spáni. Á skiltum mótmælenda stóð sem dæmi „Þið njótið, við þjáumst“ og „Hvar er peningurinn frá ferðaþjónustunni?“ á meðan aðrir kölluðu eftir tímabundinni stöðvun ferðamanna á eyjunum og sögðu eyjarnar komnar að þolmörkum. Upphafið að mótmælunum má rekja til hungurverkfalls sex einstaklinga sem hófst 11. Aapríl fyrir utan kirkju í bænum La Laguna á Tenerife og standa enn. Í Fuerteventura mótmælti einnig mikil fjöldi. Vísir/EPA „Við megum ekki gleyma fólkinu sem leggur líf sitt í hættu fyrir Jörðina,“ sagði talsmaður hópsins Canarias Se Agota í dag. Canarias Se Agota þýðir Kanaríeyjar hafa fengið nóg. Talsmaðurinn sagði fórn þeirra og staðfestu verða að hvetja aðra áfram í sinni baráttu. „Við erum að skrifa nýjan kafla í sögu eyjanna okkar, kafli sem verður markaður af skýrri þrautseigju þeirra sem barist hafa fyrir heimili okkar,“ hélt hann áfram og sagði að í dag myndu Kanaríeyjar öskra og berjast og halda því svo áfram á morgun. Farið heim Fjallað er um mótmælin nokkuð ítarlega á vef breska miðilsins Daily Mail en Bretar eins og Íslendingar eru nokkuð duglegir að ferðast til eyjanna. Þar eru birtar fjöldi mynda af graffíti á bekkjum og veggjum á Tenerife sem hafa birst síðustu vikur. Mótmælendur hafa spreyjað á veggi, bekki og jafnvel bílaleigubíla skilaboð til ferðamanna um að fara heim og um lágmarkslaun á Kanaríeyjum sem séu um 1200 evrur. Mikill fjöldi kom saman á Gran Canaria í Las Palmas í dag. Vísir/EPA Canarias Se Agota hefur lagt fram ýmsar kröfur í mótmælum sínum en meðal þeirra er að hætt verði við að byggja nýtt fimm stjörnu hótel við Palm Mar á suðurhluta Tenerife við strönd þar sem ekki er búið að byggja. Þá hefur hópurinn kallað eftir því að stjórnmálamenn bregðist við með því að koma í veg fyrir mengun í sjó, aukinni umferð og áhrifa ferðaþjónustunnar á húsnæðisverð og framboð á húsnæði. Þá hafa þau krafist betri kjara fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu og að ferðamenn verði skattlagðir. 13,9 milljónir ferðamanna Í frétt spænska miðilsins El País segir að alls hafi um 55 þúsund tekið þátt í mótmælunum á eyjunum sjö sem tilheyra klasanum. Flestir í Santa Cruz á Tenerife eða um 30 þúsund. Um 14 þúsund á Las Palmas og einhver þúsund líka á Lanzarote og Fuerteventura. Fjallað er nokkuð ítarlega um mótmælin í öðrum breskum miðlum. Á vef BBC segir að fleiri mótmæli séu skipulögð næstu helgi. Þar kemur einnig fram að í fyrra heimsóttu alls 13,9 milljónir Kanaríeyjarnar sem er um 13 prósent meira en árið áður. Það er um sex sinnum meira en íbúafjöldi allra eyjanna en alls búa um 2,2 milljónir á öllum eyjunum. Þá segir þar einnig að á sama tíma hafi 34 prósent íbúa átt í hættu á að búa við fátækt eða félagslega einangrun.
Spánn Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11. apríl 2024 00:23