IFK Göteborg tók á móti Norrköping. Sven-Göran var heiðraður fyrir leik á fallegan hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Göteborg var eitt af fyrstu liðunum sem hann stýrði á tæplega fimm áratuga löngum þjálfaraferli.
Sven-Göran Eriksson hyllas med sång och tifo på Gamla Ullevi. pic.twitter.com/Z98iWXBQB8
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 20, 2024
Eriksson greindi nýlega frá veikindum sínum, hann er með ólæknandi krabbamein og á líklega ekki langt eftir. Hann fékk hinstu ósk sína uppfyllta í síðasta mánuði þegar hann stýrði Liverpool á Anfield í goðsagnaleik gegn Ajax.
Leiknum í dag lauk með 1-1 jafntefli. Arnór Ingvi Traustason skoraði glæsilegt opnunarmark fyrir gestina.