Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 20:31 Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira