Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. apríl 2024 16:01 Marta Staworowska stendur fyrir uppskeruhátíð á Hönnunarsafni Íslands. Aðsend Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. Er um að ræða tvo viðburði. Sýningin Eldblóm þar sem dansarinn Sigga Soffía umbreytir dansi í vöruhönnun og uppskeruhátíð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku. Dansarinn og vöruhönnuðurinn Sigga Soffía. Aðsend Ræktanleg flugeldasýning blóma „Hugmyndir kvikna og taka flugið, springa út í allar áttir og falla í mismunandi jarðveg. Hér gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg, skoða hugmyndir sem hafa orðið að veruleika, þær sem enn bíða og tækifærin fram undan,“ segir í fréttatilkynningu um Eldblóm. Sigga Soffía Níelsdóttir hefur starfað víðs vegar sem dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk. „Japanska orðið yfir flugelda er hanabi en hana þýðir eldur og bi þýðir blóm. Japanir tala því um eldblóm. Síðastliðin ár hefur Sigga Soffía unnið með þessi hugrenningatengsl í lofti og á láði og hannað flugeldasýningar út frá kóreógrafíu. Þá hefur hún hannað ræktanlega flugeldasýningu blóma, nánar tiltekið blómainnsetningu sem springur út eftir sáningarforskrift. Nýjasta viðbótin við Eldblómaverkefnið er ilmur, drykkjarföng og matvörur auk fjölbreyttrar vöru- og upplifunarhönnunar. Þannig svífur Sigga Soffía á milli listforma og hönnunar- greina ásamt samstarfsfólki úr ýmsum geirum,“ segir í tilkynningunni. View this post on Instagram A post shared by Ho nnunarsafn I slands Museum of Design and Applied Art (@honnunarsafn) Starfaði fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan Samdægurs verður svo haldin uppskeruhátíð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku sem hefur verið í vinnustofudvöl í safninu undanfarnar vikur. „Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Hún flutti til Íslands fyrir sex árum og starfaði áður fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan. Hún útskrifaðist fyrr á þessu árið sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa. Það var Dóra Jónsdóttir gullsmíðameistari sem kynnti Mörtu fyrir víravirki á sínum tíma og hvatti hana til að fara í nám í gullsmíði. Víravirkið er rauði þráðurinn í verkum Mörtu. Aðferðin er æva gömul og má rekja meðal annars til forn Egypta, Grikkja og Rómverja löngu fyrir Krist. Víravirki er einnig hluti af íslenska þjóðbúningnum. Mótífin sem gjarnan er unnið með í víravirki eru blóm og plöntu og tengjast þannig bakgrunni Mörtu í landslagsarkitektúr. Hönnuðir í dag halda áfram að finna þessu fínlega handverki farveg í nútíma skartgripum,“ segir í tilkynningunni. Hönnun Mörtu Staworowsku.Aðsend Blóm og plöntur eru því í lykilhlutverki hjá báðum listamönnunum. Sýningarrýmin sem um ræðir „Safnið á röngunni“ og „Vinnustofudvölin“ eru óhefðbundin sýningarrými þar sem áhersla er lögð á sköpunarferlið og samtalið milli gesta, hönnuða og starfsmanna safnsins. HönnunarMars Pólland Tíska og hönnun Menning Dans Myndlist Tengdar fréttir Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Er um að ræða tvo viðburði. Sýningin Eldblóm þar sem dansarinn Sigga Soffía umbreytir dansi í vöruhönnun og uppskeruhátíð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku. Dansarinn og vöruhönnuðurinn Sigga Soffía. Aðsend Ræktanleg flugeldasýning blóma „Hugmyndir kvikna og taka flugið, springa út í allar áttir og falla í mismunandi jarðveg. Hér gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg, skoða hugmyndir sem hafa orðið að veruleika, þær sem enn bíða og tækifærin fram undan,“ segir í fréttatilkynningu um Eldblóm. Sigga Soffía Níelsdóttir hefur starfað víðs vegar sem dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk. „Japanska orðið yfir flugelda er hanabi en hana þýðir eldur og bi þýðir blóm. Japanir tala því um eldblóm. Síðastliðin ár hefur Sigga Soffía unnið með þessi hugrenningatengsl í lofti og á láði og hannað flugeldasýningar út frá kóreógrafíu. Þá hefur hún hannað ræktanlega flugeldasýningu blóma, nánar tiltekið blómainnsetningu sem springur út eftir sáningarforskrift. Nýjasta viðbótin við Eldblómaverkefnið er ilmur, drykkjarföng og matvörur auk fjölbreyttrar vöru- og upplifunarhönnunar. Þannig svífur Sigga Soffía á milli listforma og hönnunar- greina ásamt samstarfsfólki úr ýmsum geirum,“ segir í tilkynningunni. View this post on Instagram A post shared by Ho nnunarsafn I slands Museum of Design and Applied Art (@honnunarsafn) Starfaði fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan Samdægurs verður svo haldin uppskeruhátíð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku sem hefur verið í vinnustofudvöl í safninu undanfarnar vikur. „Marta er lærður landslagsarkitekt og gullsmiður. Hún flutti til Íslands fyrir sex árum og starfaði áður fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan. Hún útskrifaðist fyrr á þessu árið sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa. Það var Dóra Jónsdóttir gullsmíðameistari sem kynnti Mörtu fyrir víravirki á sínum tíma og hvatti hana til að fara í nám í gullsmíði. Víravirkið er rauði þráðurinn í verkum Mörtu. Aðferðin er æva gömul og má rekja meðal annars til forn Egypta, Grikkja og Rómverja löngu fyrir Krist. Víravirki er einnig hluti af íslenska þjóðbúningnum. Mótífin sem gjarnan er unnið með í víravirki eru blóm og plöntu og tengjast þannig bakgrunni Mörtu í landslagsarkitektúr. Hönnuðir í dag halda áfram að finna þessu fínlega handverki farveg í nútíma skartgripum,“ segir í tilkynningunni. Hönnun Mörtu Staworowsku.Aðsend Blóm og plöntur eru því í lykilhlutverki hjá báðum listamönnunum. Sýningarrýmin sem um ræðir „Safnið á röngunni“ og „Vinnustofudvölin“ eru óhefðbundin sýningarrými þar sem áhersla er lögð á sköpunarferlið og samtalið milli gesta, hönnuða og starfsmanna safnsins.
HönnunarMars Pólland Tíska og hönnun Menning Dans Myndlist Tengdar fréttir Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31
Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30