Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 22:21 Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fastagestur Sundhallar Reykjavíkur, í innilauginni í dag. Vísir/Arnar Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar. Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“ Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24