„Þetta fór svolítið mikið yfir á þeirra forsendur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 22:13 Ólafur Kristjánsson stýrði kvennaliði í fyrsta sinn í kvöld. vísir / anton brink „Bara gott að vera komin í gang. Jafntefli, auðvitað hefði ég viljað sigur en ég held þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit“ sagði Ólafur Kristjánsson að leik Fylkis og Þróttar loknum. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan. Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur í Bestu deildinni. Ólafur tók við sem þjálfari Þróttar af Nik Chamberlain eftir síðasta tímabil. Hann var ekki að stressa sig of mikið á því að sækja sigur í sínum fyrsta leik. „Við náðum ekki að nýta færi í fyrri hálfleik. Þá með dugnaði komust Fylkisstelpurnar inn í leikinn, voru beinskeyttar og skora þetta fína mark úr horni. Það er bara í fótbolta, þú tekur þau úrslit sem þú færð og heldur áfram“ Þróttur virtist við völdin í upphafi seinni hálfleiks. Marki yfir og Fylkir ógnaði lítið en unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Meiri ró. Ekki missa þetta í svona ‘transition’ eins og þetta varð. Rólegri á boltann og tengja fleiri sendingar saman, láta Fylki hlaupa því þá koma opnanir eins og í fyrri hálfleiknum. Þetta fór svolítið mikið, og hrós til þeirra, yfir á þeirra forsendur. Það varð svona fram og til baka svolítið.“ Þrátt fyrir að hafa misst sigur niður í jafntefli er margt jákvætt sem Ólafur tekur úr leiknum. „Við erum komnar í gang. Það voru kaflar þar sem stelpurnar létu axlirnar síga og boltann ganga sem voru virkilega góðir. Góð gegnumbrot í fyrri hálfleik og færi. Í seinni hálfleik fannst mér byrjunin ágæt, þá hefði ég viljað að við tækjum betur stjórn og dómineruðum meira. Þetta er langt mót, Fylkir gaf allt í þetta, verðugir andstæðingar. Jafntefli, tek það og svo er bara næsti leikur. Það þýðir ekki að missa sig í einhverjar tilfinningasveiflur.“ Næsti leikur Þróttar er gegn þreföldum Íslandsmeisturum Vals. Verðugur andstæðingur, svo sannarlega, en Þrótti hefur tekist að standa vel í þeim undanfarin ár. „Ég get ekki spáð hvernig sá leikur verður. Nú er bara að ná þessum leik úr sér og undirbúa fyrir Val. Þetta er geggjað að þetta sé byrjað og stutt á milli leikja“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira