Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 08:46 Sá handtekni vann fyrir Maximilian Krah, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland á Evrópuþinginu. Vísir/EPA Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. Aðstoðarmaðurinn hefur aðeins verið nefndur Jian G. Hann vinnur fyrir Maximilian Krah, leiðtoga AfD, sem er í framboði fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í júní. Maðurinn er sakaður um að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins og að njósna um kínverska stjórnarandstæðinga í Þýskalandi. „Hann er sakaður um sérstaklega alvarlegt brot um að vinna fyrir erlenda leyniþjónustu,“ sögðu alríkissaksóknarar í yfirlýsingu. Sá grunaði var handtekinn í Dresden í gær. Húsleit var gerð í íbúð hans þar og í Brussel. Sama dag voru þrír aðrir þýskir ríkisborgarar handteknir og sakaðir um að því að koma tækni sem gæti verið notuð í hernaðarlegum tilgangi í hendur kínverskra stjórnvalda. Talsmaður AfD lýsti fréttunum sem „óhugnanlegum“ við Reuters-fréttastofuna. Flokkurinn hafi ekki frekari upplýsingar um málið. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði málið háalvarlegt og ef rétt reyndist að einhver hafi njósnað um Evrópuþingið fyrir Kína væri það „árás innan frá á evrópsk lýðræði“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska utanríkisráðuneytið vísaði fregnunum á bug og sagði þær tilraun til þess að koma óorði á Kína og halda landinu niðri. Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Aðstoðarmaðurinn hefur aðeins verið nefndur Jian G. Hann vinnur fyrir Maximilian Krah, leiðtoga AfD, sem er í framboði fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í júní. Maðurinn er sakaður um að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins og að njósna um kínverska stjórnarandstæðinga í Þýskalandi. „Hann er sakaður um sérstaklega alvarlegt brot um að vinna fyrir erlenda leyniþjónustu,“ sögðu alríkissaksóknarar í yfirlýsingu. Sá grunaði var handtekinn í Dresden í gær. Húsleit var gerð í íbúð hans þar og í Brussel. Sama dag voru þrír aðrir þýskir ríkisborgarar handteknir og sakaðir um að því að koma tækni sem gæti verið notuð í hernaðarlegum tilgangi í hendur kínverskra stjórnvalda. Talsmaður AfD lýsti fréttunum sem „óhugnanlegum“ við Reuters-fréttastofuna. Flokkurinn hafi ekki frekari upplýsingar um málið. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði málið háalvarlegt og ef rétt reyndist að einhver hafi njósnað um Evrópuþingið fyrir Kína væri það „árás innan frá á evrópsk lýðræði“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska utanríkisráðuneytið vísaði fregnunum á bug og sagði þær tilraun til þess að koma óorði á Kína og halda landinu niðri.
Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Njósnaskandall skekur Austurríki Yfirvöld í Austurríki standa frammi fyrir umfangsmiklum njósnaskandal sem bendir til þess að leyniþjónustur Rússlands séu umsvifamiklar í ríkinu og varpar ljósi á slæmt eftirlit hins opinbera. Háttsettur fyrrverandi njósnari í Austurríki var handtekinn á dögunum. 8. apríl 2024 16:59