Oculis komið á markað Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2024 10:03 Einar Stefánsson hringdi Kauphallarbjöllunni í morgun. Hann hefur byggt upp Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni frá stofnun árið 2003. Vísir/Vilhelm Viðskipti með verðbréf líftæknifyrirtækisins Oculis Holding AG eru hafin í Kauphöllinni. Félagið var áður skráð á markað í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Kauphöll segir að Oculis sé alþjóðlegt líftæknifyrirtæki sem hafi það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Oculis tilheyri heilbrigðisgeiranum og sé fjórða félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltic í ár. Í þróun hjá Oculis séu ný augnlyf sem geti haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal sé OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hafi meðal annars sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg vegna sykursýki. Þá sé félagið með lyfið OCS-02 í klíniskum prófunum en það séu augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verki gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks megi nefna lyfið OCS-05, sem bundnar séu vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum eins og sjóntaugarbólgu. Markmið Oculis sé að bæta heilsu og lífsgæði sjúklinga um allan heim með því að þróa lyf sem bæta sjón og augnheilsu. Forstjórarnir hæstánægðir með skráninguna „Við erum mjög ánægð með að Oculis, sem á rætur sínar að rekja til íslensks hugvits sé núna tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga sem fjárfestar hafa sýnt félaginu en skráningin hér styður vel við framtíðaráform okkar um að bæta meðferð alvarlegra augnsjúkdóma. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim fram veginn,“ er haft eftir Riad Sherif, forstjóra Oculis. „Við bjóðum Oculis velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Iceland. Það er mjög ánægjulegt að félagið hafi valið tvískráningu á íslenska markaðinn, sem gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að taka þátt í vegferðinni þeirra. Við óskum öllum hjá Oculis og hluthöfum þess góðs gengis og hlökkum til styðja við félagið með auknum sýnileika á íslenska markaðnum,“ er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq á Íslandi. Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04 Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14 Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Kauphöll segir að Oculis sé alþjóðlegt líftæknifyrirtæki sem hafi það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Oculis tilheyri heilbrigðisgeiranum og sé fjórða félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic og Baltic í ár. Í þróun hjá Oculis séu ný augnlyf sem geti haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal sé OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hafi meðal annars sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg vegna sykursýki. Þá sé félagið með lyfið OCS-02 í klíniskum prófunum en það séu augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verki gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks megi nefna lyfið OCS-05, sem bundnar séu vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum eins og sjóntaugarbólgu. Markmið Oculis sé að bæta heilsu og lífsgæði sjúklinga um allan heim með því að þróa lyf sem bæta sjón og augnheilsu. Forstjórarnir hæstánægðir með skráninguna „Við erum mjög ánægð með að Oculis, sem á rætur sínar að rekja til íslensks hugvits sé núna tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Við erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga sem fjárfestar hafa sýnt félaginu en skráningin hér styður vel við framtíðaráform okkar um að bæta meðferð alvarlegra augnsjúkdóma. Við bjóðum nýja hluthafa velkomna og hlökkum til að vinna með þeim fram veginn,“ er haft eftir Riad Sherif, forstjóra Oculis. „Við bjóðum Oculis velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland Iceland. Það er mjög ánægjulegt að félagið hafi valið tvískráningu á íslenska markaðinn, sem gefur íslenskum fjárfestum tækifæri til að taka þátt í vegferðinni þeirra. Við óskum öllum hjá Oculis og hluthöfum þess góðs gengis og hlökkum til styðja við félagið með auknum sýnileika á íslenska markaðnum,“ er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq á Íslandi.
Oculis Kauphöllin Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04 Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14 Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. 22. apríl 2024 14:04
Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. 11. apríl 2024 12:14
Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. 16. mars 2024 11:01