Miðflokkurinn staðfestir sig sem þriðji stærsti flokkurinn Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2024 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa sótt í sig veðrið undanfarin misseri og mælist nú í þriðja sinn með þriðja mesta fylgið í könnunum Maskínu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn. Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi. Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi.
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42